Byrjaði þrisvar og hætti tvisvar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2017 10:45 Þórður er níutíu og sex ára og sendir frá sér hvert bókarhandritið eftir annað. Halló, halló,“ er sagt fjörlegri röddu hinum megin á línunni, þegar ég hringi í Þórð Tómasson í Skógum, safnvörð, organista og rithöfund. Ég bið um eitt viðtalsbil vegna nýjustu bókar hans: Þjóðfræði mannslíkamans. Það er fúslega veitt.„Það var einhver ósjálfráð hvöt sem hvatti mig til að skrifa um þetta efni. Eins og ég segi í formála þá byrjaði ég þrisvar og hætti tvisvar en í þriðja skipti varð ekki aftur snúið.“ Varstu búinn að safna þessum fróðleik lengi í sarpinn? „Nei, raunverulega ekki. Efnið er að mestu tekið úr minni mínu og bókin ber það með sér.“ Hvenær hófstu handa? „Árið 2015, orðinn 94 ára.“ Kallar inn í húsið: „Gunna, viltu fara til dyra.“ Ertu með tölvu? „Nei, í mörg ár notaði ég ritvél en seinni árin bara pennann. Þannig sit ég enn að skrifa.“ Hvaða viðfangsefni ertu með núna? „Ég er að ganga frá handriti um heyannir á Íslandi.“ Var Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri ekki búinn að tæma það efni? „Nei, engan veginn. Hann kom með stórt og mikið rit árið 2015 um íslenska sláttuhætti en ég fer miklu víðar. Ég fer um allt sviðið.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Halló, halló,“ er sagt fjörlegri röddu hinum megin á línunni, þegar ég hringi í Þórð Tómasson í Skógum, safnvörð, organista og rithöfund. Ég bið um eitt viðtalsbil vegna nýjustu bókar hans: Þjóðfræði mannslíkamans. Það er fúslega veitt.„Það var einhver ósjálfráð hvöt sem hvatti mig til að skrifa um þetta efni. Eins og ég segi í formála þá byrjaði ég þrisvar og hætti tvisvar en í þriðja skipti varð ekki aftur snúið.“ Varstu búinn að safna þessum fróðleik lengi í sarpinn? „Nei, raunverulega ekki. Efnið er að mestu tekið úr minni mínu og bókin ber það með sér.“ Hvenær hófstu handa? „Árið 2015, orðinn 94 ára.“ Kallar inn í húsið: „Gunna, viltu fara til dyra.“ Ertu með tölvu? „Nei, í mörg ár notaði ég ritvél en seinni árin bara pennann. Þannig sit ég enn að skrifa.“ Hvaða viðfangsefni ertu með núna? „Ég er að ganga frá handriti um heyannir á Íslandi.“ Var Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri ekki búinn að tæma það efni? „Nei, engan veginn. Hann kom með stórt og mikið rit árið 2015 um íslenska sláttuhætti en ég fer miklu víðar. Ég fer um allt sviðið.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira