Gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Inga Sólveig býr til sannkallaðan ævintýraheim úr ljósmyndum sínum. Vísir/Stefán Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Mér finnst mjög gaman að ferðast og ráfa um ókunna staði með myndavélina og á orðið gríðarlega mikið af myndum. Ég tók þá ákvörðun að raða nokkrum þeirra upp í samsett verk og það kemur nokkuð vel út.“ Þetta segir Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari sem er með sýninguna Nokkur þúsund augnablik á Njálsgötu 49 til 5. nóvember. Hún kveðst haldin eins konar ferðafýsn. „Alveg frá því ég var barn og las af áfergju 1001 nótt og skoðaði myndir af ættbálkum Afríku, dreymdi mig um að ferðast til fjarlægra landa og sá draumur hefur uppfyllst af og til. Það gefur mér alltaf jafn mikið að upplifa aðra menningu, fólk, byggingar og andrúmsloft.“Hurðir eru listaverk sem hylja leyndardóma.Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir í RAMskram eru svarthvítar og teknar í þremur löndum, Kúbu, Egyptalandi og Sovétríkjunum gömlu. „Ég fór til Sovétríkjanna 1989 og ákvað að skella myndum þaðan saman í eina seríu,“ segir hún. „Svo er eitt verk með 56 hurðum. Þær myndir eru víðs vegar að.“ Spurð hvort hún raði myndunum sjálf upp í tölvunni svarar hún: „Já, það er í fyrsta skipti sem ég hef þann hátt á. Þegar ég hef búið til samsett verk áður hef ég gert þau í höndunum, því ég er frekar tæknifælin. En nú byrjaði ég á að skanna myndirnar inn og raða þeim svo upp í tölvunni.“ Inga Sólveig kveðst eiga stafræna vél, „en þegar ég er í spariskapinu er ég yfirleitt með filmur,“ segir hún. „Það er langskemmtilegast að taka á einhverjar gamlar Rolyflex-vélar. Svo er ég með aðstöðu til að framkalla og geri það líka. Mér finnst rosa gaman að vinna í myrkraherberginu og stundum mála ég ofan í svarthvítu myndirnar á gamaldags máta. Öll svona handavinna er skemmtileg.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira