Á 189 km hraða á skíðum aftaní Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 15:33 Grahan Bell og Jaguarinn sem dró hann. Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent