Framleiðslu Golf hætt í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 14:18 Volkswagen Golf hefur verið ein mest selda bílgerð heims í langan tíma. Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent
Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent