Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 12. október 2017 15:30 Jóhanna E. Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum?Svar: Kaffi og orkudrykkir innihalda örvandi efnið koffín. Auk þess er oft bætt fleiri örvandi efnum í orkudrykki svo sem ginseng og jafnvel næringarefnum eins og amínósýrum og vítamínum. Kaffidrykkja hefur verið tengd við lægri sjúkdómatíðni og á það við um hóflega og jafnvel mikla neyslu (allt að 6 bollar á dag). Þessi jákvæðu áhrif eru líklegast tilkomin vegna andoxunarefna (pólýfenóla) sem eru í kaffibaununum en eru ekki í orkudrykkjum. Í venjulegum kaffibolla fáum við á bilinu 100-150 mg af koffíni og í einni dós af orkudrykk á bilinu 80-130 mg. Um flesta orkudrykki gildir að þeir skulu merktir með varnaðarorðunum: Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti. Koffín getur dregið úr einkennum þreytu, aukið hjartslátt og mögulega bætt einbeitingu. Rannsóknir sýna að mikil koffínneysla veldur neikvæðum áhrifum, eins og svefnerfiðleikum, þreytu, höfuðverk, magaverk, niðurgangi og pirringi. Þá er vitað að mikil koffínneysla, hvort sem er frá kaffi eða orkudrykkjum getur valdið fósturláti og eitrunareinkennum svo sem uppköstum, óreglulegum hjartslætti og yfirliði.Niðurstaða: Kaffi er orkusnauður drykkur en ef við bætum mjólk og sykri við þá eykst orkuinnihaldið. Sem dæmi inniheldur latte án síróps um 140 hitaeiningar. Í mörgum orkudrykkjum kemur öll orkan frá viðbættum sykri og algengt að ein dós (250 ml) innihaldi um 115 hitaeiningar sem samsvarar 14 sykurmolum. Sumir orkudrykkir innihalda lítið sem ekkert af hitaeiningum og gefa þá ekki orku en aðeins örvandi áhrif. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum?Svar: Kaffi og orkudrykkir innihalda örvandi efnið koffín. Auk þess er oft bætt fleiri örvandi efnum í orkudrykki svo sem ginseng og jafnvel næringarefnum eins og amínósýrum og vítamínum. Kaffidrykkja hefur verið tengd við lægri sjúkdómatíðni og á það við um hóflega og jafnvel mikla neyslu (allt að 6 bollar á dag). Þessi jákvæðu áhrif eru líklegast tilkomin vegna andoxunarefna (pólýfenóla) sem eru í kaffibaununum en eru ekki í orkudrykkjum. Í venjulegum kaffibolla fáum við á bilinu 100-150 mg af koffíni og í einni dós af orkudrykk á bilinu 80-130 mg. Um flesta orkudrykki gildir að þeir skulu merktir með varnaðarorðunum: Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti. Koffín getur dregið úr einkennum þreytu, aukið hjartslátt og mögulega bætt einbeitingu. Rannsóknir sýna að mikil koffínneysla veldur neikvæðum áhrifum, eins og svefnerfiðleikum, þreytu, höfuðverk, magaverk, niðurgangi og pirringi. Þá er vitað að mikil koffínneysla, hvort sem er frá kaffi eða orkudrykkjum getur valdið fósturláti og eitrunareinkennum svo sem uppköstum, óreglulegum hjartslætti og yfirliði.Niðurstaða: Kaffi er orkusnauður drykkur en ef við bætum mjólk og sykri við þá eykst orkuinnihaldið. Sem dæmi inniheldur latte án síróps um 140 hitaeiningar. Í mörgum orkudrykkjum kemur öll orkan frá viðbættum sykri og algengt að ein dós (250 ml) innihaldi um 115 hitaeiningar sem samsvarar 14 sykurmolum. Sumir orkudrykkir innihalda lítið sem ekkert af hitaeiningum og gefa þá ekki orku en aðeins örvandi áhrif.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið