Opna stjörnuturninn á Nesinu fyrir almenningi Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 09:45 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað til að sjá um sjónaukann í stjörnuturninum ofan á Valhúsaskóla. Þórir Már Jónsson Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann. Seltjarnarnes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann.
Seltjarnarnes Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira