Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 17:00 Mögulegar slóðir Ófelíu samkvæmt spálíkönum NCAR. NCAR Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Nýjustu veðurspálíkön benda til þess að hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu og jafnvel Íslands. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir þó nær ómögulegt að segja hvert stormurinn stefni og hvað verði úr honum. Fylgst verður með honum nálgist hann Norður-Atlantshaf. Ófelía er nú flokkuð sem hitabeltisstormur þar sem hún marar yfir hlýjum sjó í sunnanverðu Atlantshafi, allnokkru suðvestur af Asoreyjum í kringum 30. breiddargráðu norður. Líkön Veðurrannsóknamiðstöðvar Bandaríkjanna (NCAR) benda til þess að stormurinn gæti nálgast styrk fellibyls og stefnt að vestanverðri Evrópu. Sumar mögulegar slóðir færðu storminn upp að ströndum Íslands. Samkvæmt yfirliti Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna er mesti samfelldi vindhraðinn í Ófelíu um 22 m/s. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, segir að Ófelía sé lítill hitabeltisstormur og mun veikara fyrirbæri en fellibyljirnir sem gengu yfir Karíbahaf og Bandaríkin í byrjun hausts. Ólíklegt sé að meira verði úr honum. Líklegra sé að leifarnar af honum færu yfir vestanverða Evrópu en Ísland eins og staðan er núna.Latest models show #Ophelia may pose a rare hurricane-force threat to western Europe this weekend. pic.twitter.com/5uGwbe8PY6— Eric Holthaus (@EricHolthaus) October 10, 2017 Hann leggur áherslu á að mikil óvissa sé um hvað verði úr storminum. Spárnar breytist verulega í hverri keyrslu á þeim. Vel verði fylgst með honum ef hann kemst inn á norðanvert Atlantshaf. „Spáin næstu daga er að það verði lægðagangur á landinu næstu daga en engin stórviðri sjáanleg í kortinu, að minnsta kosti ekki næstu þrjá eða fjóra daga, eins langt og maður treystir sér til að spá fyrir með einhverri vissu,“ segir Haraldur sem telur alltof snemmt að spá nokkru um ferðir Ófelíu. Þrátt fyrir að verulega drægi úr styrk storms af þessu tagi þegar hann færðist norður á bóginn segir Haraldur að þeir geti umbreyst í krappar fárviðrislægðir sem valdi tjóni á Íslandi. Frægt dæmi um þetta sé lægð sem skall á landinu í september árið 1973 og var leifar af fellibylnum Ellen. Algengara sé hins vegar að slíkt gerist á veturna en á haustin.Samkvæmt spá Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna fer Ófelía fram hjá Asoreyjum um helgina.NHC
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira