Hélt að hún yrði bara þingmaður í sex klukkutíma Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 12:53 Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir er nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Vísir/Pjetur „Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
„Ég hélt á tímabili að ég yrði bara þingmaður í sex klukkutíma,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi. Halla er ein nítján nýrra þingmanna sem munu taka sæti á næsta þingi. Halla krækti í síðasta kjördæmakjörna sætið í boði og var í raun ekki alveg örugg með sæti sitt fyrr en lokatölur bárust frá norðvesturkjördæmi klukkan tíu í morgun. „Í tvo, þrjá tíma voru bara 47 atkvæði á milli okkar Bjarna Jónssonar,“ segir Halla, sem fylgdist með í alla nótt. „Síðan klukkan tíu í morgun, loksins þegar lokatölur komu, þá skýrðist þetta.“ Halla, sem er fyrrverandi bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal en hefur undanfarin tólf ár starfað sem fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, er ánægð með árangur Framsóknarflokksins í nótt. Hún bendir á að flokkurinn heldur sínum tveimur þingsætum í kjördæminu, þó hvorugur þingmaðurinn frá því í fyrra hafi boðið sig fram aftur. Gunnar Bragi Sveinsson fór í Miðflokkinn og Elsa Lára Arnardóttir sóttist ekki eftir endurkjöri. „Þannig að við megum vel við una, svona miðað við að það var klofningur, að tapa ekki nema tveimur prósentum,“ segir Halla. „Við erum bara rosalega ánægð.“ Halla náði ekkert að sofa í nótt en aðspurð segist hún ekki hafa neinn tíma til að slaka á nú þegar kosningabaráttunni er lokið. „Nú er bara aðeins lengra í vinnuna,“ segir hún. „Ég er bara núna að pakka niður í tösku og fara suður. Ég verð að vera tilbúin á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55 Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. 29. október 2017 11:55
Nítján nýir þingmenn taka sæti Þónokkrar breytingar urðu á þingmannaskipan í nótt. 29. október 2017 10:48
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum