AP: Kosningar sem snúast um „stöðugleika og traust“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 14:16 "En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Vísir/AP „Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum. Kosningar 2017 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum.
Kosningar 2017 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira