AP: Kosningar sem snúast um „stöðugleika og traust“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2017 14:16 "En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Vísir/AP „Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum. Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Ekki er búist við því að kjósendur, sem eru þreyttir á pólitískri og efnahagslegri óreiðu, muni velja afgerandi sigurvegara. Kannanir gefa í skyn að niðurstöðurnar muni leiða til flókinna stjórnarmyndunarviðræðna.“ Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar um kosningarnar á Íslandi sem fréttaveitan segir að hafi að mestu snúist um stöðugleika og traust.Fréttaveitan bendir á að Íslendingar séu að kjósa í þriðja sinn á fjórum árum og að allt að átta stjórnmálaflokkar gætu náð þeim fimm prósentum sem til þurfi til að ná manni á þing.Einnig er rifjað upp hvernig til kosninganna kom. Það er að faðir forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar, hafi reynt að hjálpa dæmdum barnaníðingi að eiga auðveldara með að fá vinnu og að þar áður hafi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprungið vegna Panamaskjalanna svokölluðu. Mikil uppsveifla hafi verið á hagkerfinu hér á landi á undanförnum árum með mikilli fjölgun ferðamanna. Þeir komi hingað í miklu magni til að sjá jökla Íslands, firði, fossa og norðurljós. „En Íslendingar óttast að erfiðleikarnir séu ekki búnir. Á samfélagsmiðlum lýsa kjósendur déjá vu og kvarta yfir flóði nýrra stjórnmálamanna, án nýrra hugmynda.“ Þá segir í frétt AP að umræðan um kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um þá sem hafi orðið eftir þrátt fyrir góðan efnahag. Hvort nota eigi auknar tekjur ríkisins til að greiða niður skuldir ríkisins, sem enn séu mjög miklar, eða hvort auka eigi fjárútlát. AP segir stjórnmálafræðinga segja að líklegast verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og að þá yrði hún ein af heimsins yngstu leiðtogum.
Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira