Dálítið töff á köflum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði. Það kemur ekkert annað til greina, segir Eiríkur Árni um Lúther. Mynd/Haraldur Árni Haraldsson „Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira