Ég er að rýna í samfélagshjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:30 "Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr,“ segir Karna. Vísir/Anton Brink Myndin er eins og smásagnasafn, litlar frásagnir margra íbúa Vopnafjarðar. Svo er ung stúlka, Guðný Alma Haraldsdóttir, sem tengir allt efnið með söng og túlkar þannig ferðalag sitt gegnum lífið þau fjögur ár sem myndin var í tökum. Hún var níu ára þegar ég byrjaði að vinna með henni og er 13 ára núna,“ segir Karna Sigurðardóttir um mynd sína 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna er uppalin í Fellum á Fljótsdalshéraði en býr í Neskaupstað og starfar sem menningarfulltrúi Fjarðabyggðar auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands. Það var undir lok ársins 2012 sem hún kveðst hafa byrjað að kynnast samfélaginu á Vopnafirði, skref fyrir skref – og tökur hófust. „Langamma og langafi áttu heima á Vopnafirði en ég þekkti engan þar þegar ég kom fyrst og var því með algert gestsauga gagnvart öllu þar. Það þögnuðu allir í búðinni þegar ég birtist þar fyrst, sem var að vetri til. Nú fæ ég hlýlegar kveðjur eins og: „Jæja, farfuglinn kominn,“ eða álíka, því ég er svo oft á ferðinni. Upphaflega ætlaði ég að gera lítil ljósmynda- og stuttmyndaverkefni en á endanum varð það að klukkutíma heimildarmynd. Auðvitað er fallegt en líka tilfinningalega strembið fyrir íbúana að fá mynd um sjálfa sig og samfélagið sitt. Þeir hafa líka fylgst með breytingum í mínu lífi, ég er búin að eignast tvö börn meðan á ferlinu stóð.“ Karna segir traust hafa byggst upp milli sín og Vopnfirðinga og kveðst vona að þeir séu tilbúnir að ræða um myndina eftir að hafa séð hana. „Auðvitað vissu allir að það yrði til mynd úr þessari vinnu og það er ekki eins og ég sé að segja öll leyndarmálin sem fólkið sagði mér. En heimildarmyndir geta gengið nærri fólki og ég er að sýna litróf Vopnafjarðar eins og ég upplifi það.Karna og myndatökumaðurinn Sebastian Ziegler. Fréttablaðið/Anton BrinkMyndin er viss mannfræðirannsókn. Ég er að rýna í samfélagshjartað, hvernig það slær,“ segir Karna sem er þó ekki mannfræðingur heldur hönnuður. „Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr og hvernig það mótar sjálft sig innan þess samfélags. Það fóru allir í þetta verkefni af ótrúlega miklu hugrekki og enginn hefur hætt við á miðri leið heldur hafa allir staðið með því frá upphafi til enda. Ég er rosalega þakklát öllu fólkinu sem ég vann með og deildi með mér tilfinningum sínum.“ Myndatöku annaðist Sebastian Ziegler og Karna segir þau hafa fengið góða menn með sér, Kristján Loðmfjörð sem sá um klippingu og Kjartan Kjartansson hljóðhönnuð. „Þetta er fámennt teymi. Það skipti mestu máli að við vorum öll trú verkefninu og höfðum tilfinningu fyrir því enda vildum við halda nánd og nálægð við viðfangsefnið.“ Karna kveðst hafa farið með 690 Vopnafjörður til Malmö á Nordisk Panorama-markaðinn í september. „Myndin var ein af tólf sem valdar voru úr mörg hundruð myndum til að fara á franska kvikmyndahátíð sjónvarpsstöðva í janúar. Ég var líka með hana á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði og fékk góð viðbrögð þar. Ef manni tekst að fanga kjarna viðfangsefnis, þó sértækt sé, þá nær það til almennings.“ Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Myndin er eins og smásagnasafn, litlar frásagnir margra íbúa Vopnafjarðar. Svo er ung stúlka, Guðný Alma Haraldsdóttir, sem tengir allt efnið með söng og túlkar þannig ferðalag sitt gegnum lífið þau fjögur ár sem myndin var í tökum. Hún var níu ára þegar ég byrjaði að vinna með henni og er 13 ára núna,“ segir Karna Sigurðardóttir um mynd sína 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna er uppalin í Fellum á Fljótsdalshéraði en býr í Neskaupstað og starfar sem menningarfulltrúi Fjarðabyggðar auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands. Það var undir lok ársins 2012 sem hún kveðst hafa byrjað að kynnast samfélaginu á Vopnafirði, skref fyrir skref – og tökur hófust. „Langamma og langafi áttu heima á Vopnafirði en ég þekkti engan þar þegar ég kom fyrst og var því með algert gestsauga gagnvart öllu þar. Það þögnuðu allir í búðinni þegar ég birtist þar fyrst, sem var að vetri til. Nú fæ ég hlýlegar kveðjur eins og: „Jæja, farfuglinn kominn,“ eða álíka, því ég er svo oft á ferðinni. Upphaflega ætlaði ég að gera lítil ljósmynda- og stuttmyndaverkefni en á endanum varð það að klukkutíma heimildarmynd. Auðvitað er fallegt en líka tilfinningalega strembið fyrir íbúana að fá mynd um sjálfa sig og samfélagið sitt. Þeir hafa líka fylgst með breytingum í mínu lífi, ég er búin að eignast tvö börn meðan á ferlinu stóð.“ Karna segir traust hafa byggst upp milli sín og Vopnfirðinga og kveðst vona að þeir séu tilbúnir að ræða um myndina eftir að hafa séð hana. „Auðvitað vissu allir að það yrði til mynd úr þessari vinnu og það er ekki eins og ég sé að segja öll leyndarmálin sem fólkið sagði mér. En heimildarmyndir geta gengið nærri fólki og ég er að sýna litróf Vopnafjarðar eins og ég upplifi það.Karna og myndatökumaðurinn Sebastian Ziegler. Fréttablaðið/Anton BrinkMyndin er viss mannfræðirannsókn. Ég er að rýna í samfélagshjartað, hvernig það slær,“ segir Karna sem er þó ekki mannfræðingur heldur hönnuður. „Mér er eðlislægt að vinna svona, pæla í af hverju fólk gerir það sem það gerir, af hverju það býr þar sem það býr og hvernig það mótar sjálft sig innan þess samfélags. Það fóru allir í þetta verkefni af ótrúlega miklu hugrekki og enginn hefur hætt við á miðri leið heldur hafa allir staðið með því frá upphafi til enda. Ég er rosalega þakklát öllu fólkinu sem ég vann með og deildi með mér tilfinningum sínum.“ Myndatöku annaðist Sebastian Ziegler og Karna segir þau hafa fengið góða menn með sér, Kristján Loðmfjörð sem sá um klippingu og Kjartan Kjartansson hljóðhönnuð. „Þetta er fámennt teymi. Það skipti mestu máli að við vorum öll trú verkefninu og höfðum tilfinningu fyrir því enda vildum við halda nánd og nálægð við viðfangsefnið.“ Karna kveðst hafa farið með 690 Vopnafjörður til Malmö á Nordisk Panorama-markaðinn í september. „Myndin var ein af tólf sem valdar voru úr mörg hundruð myndum til að fara á franska kvikmyndahátíð sjónvarpsstöðva í janúar. Ég var líka með hana á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði og fékk góð viðbrögð þar. Ef manni tekst að fanga kjarna viðfangsefnis, þó sértækt sé, þá nær það til almennings.“
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira