Natan er fórnarlamb og gerandi en ekki til frásagnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2017 09:45 Birna Rún, Stefán Hallur, Kjartan Darri og Edda Björg í hlutverkum sínum. Mynd/Tobbi Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikritið Natan sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld klukkan 20 snýst um aldurtila Natans Ketilssonar á Illugastöðum í Húnavatnssýslu og aðdraganda hans, að sögn Mörtu Nordal leikstjóra. „Af hverju var Natan drepinn? Um það hverfist verkið. Við setjum fram hugmyndir okkar um orsakirnar en búum ekki til línulega frásögn eða niðurstöðu. Fólk fær því ekki svarið, heldur bara tilgátur um hvað hafi gerst í aðdraganda morðanna. Kannski gerðist það allt, kannski bara brot af því,“ segir Marta þegar hún er spurð hvaða póll sé tekinn í hæðina í sýningunni en að henni stendur leikhópurinn Aldrei óstelandi og bak við hann eru Marta og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem er á sviðinu. „Höfundur verksins er Salka Guðmundsdóttir,“ tekur Marta fram. „Við notum bæði frumheimildir sem við ritskoðum ekki og skáldtextann hennar. Hún skrifar inn tilgáturnar sem senurnar byggjast á. Svo höfum við unnið þetta öll saman. Stefán Hallur Stefánsson leikur Natan, Kjartan Darri Kristjánsson Friðrik og Birna Rún Eiríksdóttir Sigríði bústýru.“ Leikstjórinn Marta Nordal. Fréttablaðið/Stefán Þó Natan sé á sviðinu allan tímann er rödd hans ekki mjög skýr, að sögn Mörtu. „Natan er fórnarlamb og gerandi en er ekki til frásagnar um morðið eða aðdraganda þess. Verkið er mótað af stuttum senum og dálitlu dansleikhúsi. Eins og gerist með sýningar sem unnar eru frá grunni tekur það á sig eigin mynd, eitthvað gerist og maður fer að elta það, þá eru kannski önnur atriði sem ekki passa lengur. Svona er sköpun. En þó mýtan um ástarsamband milli Agnesar og Natans hafi verið lífseig er ekki mikil rómantík í okkar verki. Við getum alveg sagt það hreint út.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira