Ég vil bara aðeins fá að anda Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Ojjj. Eughh. Gubb! Kosningar. Finnst ykkur þetta ekki alveg fullkomlega þrúgandi tímabil? Og brestur svona á þegar þjóðin er rétt nýbúin að ná andanum eftir síðustu törn! Kosningar heltaka nefnilega allt: Sjónvarpið, samfélagsmiðlana, samræður við vini í raunlífinu. Það er hvergi friður. Persónulega er ég komin með illkynja ógeð á öllu kosningatengdu. Þegar ég loka augunum á kvöldin heyri ég raddir þúsund formanna þúsund flokka gjamma hver ofan í annan í þúsund kosningaspjallþáttum. Og svo er það bara: Lækkun skatta! Afnám frítekjumarks! Verðtrygging! Kjóstu mig! alla nóttina. Undirmeðvitundin er meira að segja hætt að veita öruggt skjól. Þess vegna, nú þegar frambjóðendur eru hvað örvæntingarfyllstir og aðgangsharðastir, er tilvalið að leiða hugann að öðrum og skemmtilegri hlutum. Í dag eru til dæmis rétt tæpir tveir mánuðir til jóla. Hugsið aðeins um það! Smákökurnar, kertin, sindrandi snjórinn og Jesúbarnið, sællegt og rjótt í kinnum – þetta er allt bókstaflega handan við hornið. Akkúrat núna, þegar þetta er lesið, gætu svo tvíburar Beyoncé og Jay-Z verið að taka fyrstu tennurnar. Þá má líka benda á að önnur sería hinnar gríðarvinsælu Netflix-þáttaraðar Stranger Things kemur út ekki á morgun heldur hinn, áður en kjörstaðir verða opnaðir á laugardag. En svo er auðvitað pæling, svona þegar ég hugsa út í það, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar – sem maður er auðvitað þakklátur fyrir að geta kosið – standi sig bara betur í að stýra þessu landi. Svo það þurfi ekki að sprengja ríkisstjórnina, og kjósa um nýja, árlega. Ég vil fá að anda örlítið lengur í senn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Ojjj. Eughh. Gubb! Kosningar. Finnst ykkur þetta ekki alveg fullkomlega þrúgandi tímabil? Og brestur svona á þegar þjóðin er rétt nýbúin að ná andanum eftir síðustu törn! Kosningar heltaka nefnilega allt: Sjónvarpið, samfélagsmiðlana, samræður við vini í raunlífinu. Það er hvergi friður. Persónulega er ég komin með illkynja ógeð á öllu kosningatengdu. Þegar ég loka augunum á kvöldin heyri ég raddir þúsund formanna þúsund flokka gjamma hver ofan í annan í þúsund kosningaspjallþáttum. Og svo er það bara: Lækkun skatta! Afnám frítekjumarks! Verðtrygging! Kjóstu mig! alla nóttina. Undirmeðvitundin er meira að segja hætt að veita öruggt skjól. Þess vegna, nú þegar frambjóðendur eru hvað örvæntingarfyllstir og aðgangsharðastir, er tilvalið að leiða hugann að öðrum og skemmtilegri hlutum. Í dag eru til dæmis rétt tæpir tveir mánuðir til jóla. Hugsið aðeins um það! Smákökurnar, kertin, sindrandi snjórinn og Jesúbarnið, sællegt og rjótt í kinnum – þetta er allt bókstaflega handan við hornið. Akkúrat núna, þegar þetta er lesið, gætu svo tvíburar Beyoncé og Jay-Z verið að taka fyrstu tennurnar. Þá má líka benda á að önnur sería hinnar gríðarvinsælu Netflix-þáttaraðar Stranger Things kemur út ekki á morgun heldur hinn, áður en kjörstaðir verða opnaðir á laugardag. En svo er auðvitað pæling, svona þegar ég hugsa út í það, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar – sem maður er auðvitað þakklátur fyrir að geta kosið – standi sig bara betur í að stýra þessu landi. Svo það þurfi ekki að sprengja ríkisstjórnina, og kjósa um nýja, árlega. Ég vil fá að anda örlítið lengur í senn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun