1.000 bíla vistvæni múrinn rofinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 16:26 Volkswagen e-Golf rafmagnsbílar. Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent