Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 23. október 2017 14:15 Linda hefur leitað að föður sínum í yfir áratug. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í fyrsta þættinum var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Í gærkvöldi var seinni hlutinn um mál Lindu Rutar á Stöð 2 og var þá komið að því að fara út til Bretlands og reyna að finna Richard Guildford. Linda og Sigrún ferðuðust yfir í strandbæinn Weymouth til að freista þess að finna manninn. Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs en í þættinum í gærkvöldi náði hún loksins ætlunarverki sínu og fékk að hitta föður sinn. Hún komst einnig að því að hún ætti í raun bróðir og hitti Linda feðgana báða.Linda gengur hér til föður síns.Leitin gekk ekki áreynslulaust fyrir sig og þurfti gengið að yfirstíga margar hindranir í Weymouth. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er umsjónarmaður þáttanna og tilkynnti hún Lindu í þættinum í gærkvöldi að þau hefðu loksins fundið föður hennar. Viðbrögð hennar voru eðlilega magnþrungin og tóku tilfinningarnar yfir. „Þegar Sigrún segir við mig, á ég að segja þér? Ég missti allar varnir. Það fór allt,“ segir Linda Rut. „Ég er svo þakklát að eiga þessa sögu og í svona svakalega fagmannlegu formi. Ég hefði aldrei geta ímyndað mér betra fólk til að skrásetja sögu mína. Sigrún er frábær og þessi nokkrir dagar í Weymouth líða mér seint úr minni. Þetta var yndislegt.“Nánar verður rætt við Lindu í Fréttablaðinu á morgun.Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30