Þarf að fara til útlanda til að læra tæknina Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 10:15 Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí og verk eftir hana má sjá á vefnum www.yrurari.com. vísir/ernir „Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira