Hætt að rukka fyrir notkun salerna í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 22:08 Aukinn straumur ferðamanna í Hörpu, yfir sumartímann, varð til þess að stjórnendur Hörpu brugðu á það ráð að hefja gjaldtöku á salernum hússins. Vísir/samsett mynd Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta. Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta.
Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent