Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Jakob Bjarnar skrifar 31. október 2017 10:46 Málefni þeirra sem standa höllum fæti hafa heldur verið kennd við þá sem eru á vinstri ás stjórnmálanna en hægri. Inga lítur í engu til þess. „Mér gæti bara ekki verið meira sama. Engan veginn. Ég veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa og til hvers erum við valin? Það eru átta flokkar á Alþingi. Ætlast almenningur ekki til þess að við eigum samtal? Eru ekki orð til alls fyrst,“ spyr Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir ræddi við Ingu og bar meðal annars undir hana orð Illuga Jökulssonar rithöfundar og útvarpsmanns, sem hann ritaði á Facebook-vegg sinn nú í morgun svohljóðandi: „Inga Sæland táraðist í sjónvarpinu yfir því hvað fátækt fólk, öryrkjar og eldri borgarar ættu erfitt líf á Íslandi. Því næst þáði hún far í glæsikerru milljarðamærings út á Bessastaði þar sem hún lagði til við forseta Íslands að annaðhvort milljarðamæringurinn eða hinn milljarðamæringurinn yrðu fengnir til að mynda ríkisstjórn. Báðir höfðu orðið uppvísir að því að eiga fyrirtæki á aflandseyjum. You can't make this shit up.“Erfitt að staðsetja Flokk fólksinsIllugi vísar þar til orða Ingu þess efnis að hún hafi mælt með því við forseta Íslands að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fengju stjórnarmyndunarumboðið. Illuga þykir þetta hina mestu ósvinnu en Inga gefur ekkert fyrir það og ljóst að henni gremst slíkur málflutningur. „Ef einhver vill við mig þá hef ég aðeins eitt að leiðarljósi; kurteisi kostar ekkert. Hvað á ég að gera þegar Sigmundur Davíð hringir í mig og spyr hvort hann megi tala við mig? Á ég að skella á hann?“Inga lagði það til við forsetann að hann fæli Bjarna eða Sigmundi að mynda stjórn. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu, meðal annarra Illuga Jökulssyni. Inga gefur ekki mikið fyrir það.Fjölmargir aðrir en Illugi hafa velt því fyrir sér eftir kosningar hvar eigi að staðsetja Ingu og Flokk fólksins á hinum pólitíska ási. Afstaða hennar eftir kosningar virðist koma mörgum í opna skjöldu. Inga hefur, sem fyrr segir, talað um kjör þeirra sem verst standa í þessu samfélagi og fyrir því að þar verði lagað til. Þetta er nokkuð sem menn hafa fremur tengt við vinstri pólitík en hægri en Inga horfir ekki til þess.Bjartsýni og bros bjargar deginumInga segist ekki fara inná þessi kommentakerfi, sem hún kallar svo, spurð hvort hún skynji reiði eftir kosningarnar. „Ég hef lítið verið þarna inni. Hins vegar hef ég fengið fleiri hundruð og þúsundir fallegra kveðja og ofboðslega mikinn stuðning. Ég er óendanlega þakklát. Bjartsýni og bros bjargar deginum en ekki illvilji og neikvæðni. Þeir sem eru tilbúnir endalaust að ata aðra auri án nokkurs samtals eða án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að setja á blað, ég tek ekki þátt í slíku. Bjartsýni og bros og við erum komin til að vinna fyrir þá sem veittu okkur þetta umboð. Og það verður engin breyting á því.“ Inga er afar kát eftir kosningarnar, enda má hún vera það. Í kosningunum í fyrra fékk hún og Flokkur fólksins um 7 þúsund atkvæði en nú 14 þúsund. „Já, það er gaman. Þetta er ævintýr. en við erum komin í stóra ræðupúltið. Mikilvægasta ræðupúlt landsins. Nú eigum við rödd og hún þagnar ekki.“En, hvaða rödd er það? „Nú, rödd okkar þingflokksins. Við erum rödd. Og tölum einum rómi fyrir öryrkja, eldri borgara og almenning.“Flokkur fólksins óskrifað blaðEn, nú eru þetta málefni sem menn tengja fremur við vinstrið en hægrið, af hverju þá að leggja það til við forsetann að hann feli Bjarna eða Sigmundi Davíð stjórnarmyndun?Inga Sæland mætti til Bessastaða í gær í aftursæti jeppa Sigmundar Davíðs. Og hefur það valdið nokkurri furðu en Inga segir kurteisi ekki kosta neitt.Vísir/Anton„Sko, ég er ekki bara næstum því stjórnmálafræðingur, ég er enginn bjáni og ég er líka lögfræðingur. Það breytir engu hvað mér hugnast. Þannig hefur þetta verið í gegnum söguna, meginreglan, að stærsti flokkurinn hafi fengið þetta umboð. Stjórnarandstaðan getur líka myndað ríkisstjórn og unnið saman. Ég var nú aðallega að vísa í meginregluna. Algerlega hlutlaust. Og ég hélt að það væri það sem maður ætti að gera, vera ekki með gífuryrði í hvoruga áttina. Þetta er óskrifað blað, hjá Fólki flokksins að stíga inná þetta svið.“Vill hvorki skilgreina sig til hægri né vinstriEn, vinstri eða hægri? „Við höfum bara sagt að við getum unnið með hverjum sem er. Meginmarkmið okkar er að útrýma fátækt. Í rauninni skiptir það mig engu máli hvað sá flokkur heitir sem vill afnema frítekjumarkið strax og koma lágmarks framfærslu hér upp í 300 þúsund krónur. Það er alger forsenda.“ Inga vill ekki taka af nein tvímæli um hvar beri að staðsetja Flokk fólksins á hinum skilgreinandi ási stjórnmálanna. „Ég skilgreini okkur bara sem hugsjónaafl sem vill hjálpa almenningi í landinu. Nú er að koma vetur. Hefurðu heyrt einhvern tala um fólkið sem býr hér í tjaldi. Okkur ber skylda til að vernda borgarana. Vinna fyrir fólkið. Við erum verkfæri og erum að vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og valdi til verksins en ekki að hugsa um eigin hag. Mín rödd breytist ekkert þó ég hafi verið valin til verksins sem ég þráði að vinna.“Yrði duglegur velferðarráðherraÍ viðtali við Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu í gær kom fram að hún teldi eðlilegast og best ef Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins færu saman í ríkisstjórn. Arnþrúður er ekki ein um þá skoðun. Og útvarpsstjórinn taldi eðlilegt að Inga Sæland tæki við sem velferðarráðherra. Inga segist ekkert vera farin að hugleiða neitt slíkt. En, segir það vissulega svo að henni tækist betur að vinna að sínum hugsjónum og baráttumálum við völd. „Ég get alveg lofað þér því að ég væri duglegur velferðarráðherra. En ég er ekki að sækja í stóla. Það er sorgleg staða úti í samfélaginu, fólk kvíðir jólanna. Þar hef ég verið. Hátíð ljóss og friðar. Er það hægt?“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
„Mér gæti bara ekki verið meira sama. Engan veginn. Ég veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa og til hvers erum við valin? Það eru átta flokkar á Alþingi. Ætlast almenningur ekki til þess að við eigum samtal? Eru ekki orð til alls fyrst,“ spyr Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir ræddi við Ingu og bar meðal annars undir hana orð Illuga Jökulssonar rithöfundar og útvarpsmanns, sem hann ritaði á Facebook-vegg sinn nú í morgun svohljóðandi: „Inga Sæland táraðist í sjónvarpinu yfir því hvað fátækt fólk, öryrkjar og eldri borgarar ættu erfitt líf á Íslandi. Því næst þáði hún far í glæsikerru milljarðamærings út á Bessastaði þar sem hún lagði til við forseta Íslands að annaðhvort milljarðamæringurinn eða hinn milljarðamæringurinn yrðu fengnir til að mynda ríkisstjórn. Báðir höfðu orðið uppvísir að því að eiga fyrirtæki á aflandseyjum. You can't make this shit up.“Erfitt að staðsetja Flokk fólksinsIllugi vísar þar til orða Ingu þess efnis að hún hafi mælt með því við forseta Íslands að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins eða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fengju stjórnarmyndunarumboðið. Illuga þykir þetta hina mestu ósvinnu en Inga gefur ekkert fyrir það og ljóst að henni gremst slíkur málflutningur. „Ef einhver vill við mig þá hef ég aðeins eitt að leiðarljósi; kurteisi kostar ekkert. Hvað á ég að gera þegar Sigmundur Davíð hringir í mig og spyr hvort hann megi tala við mig? Á ég að skella á hann?“Inga lagði það til við forsetann að hann fæli Bjarna eða Sigmundi að mynda stjórn. Þetta hefur komið mörgum í opna skjöldu, meðal annarra Illuga Jökulssyni. Inga gefur ekki mikið fyrir það.Fjölmargir aðrir en Illugi hafa velt því fyrir sér eftir kosningar hvar eigi að staðsetja Ingu og Flokk fólksins á hinum pólitíska ási. Afstaða hennar eftir kosningar virðist koma mörgum í opna skjöldu. Inga hefur, sem fyrr segir, talað um kjör þeirra sem verst standa í þessu samfélagi og fyrir því að þar verði lagað til. Þetta er nokkuð sem menn hafa fremur tengt við vinstri pólitík en hægri en Inga horfir ekki til þess.Bjartsýni og bros bjargar deginumInga segist ekki fara inná þessi kommentakerfi, sem hún kallar svo, spurð hvort hún skynji reiði eftir kosningarnar. „Ég hef lítið verið þarna inni. Hins vegar hef ég fengið fleiri hundruð og þúsundir fallegra kveðja og ofboðslega mikinn stuðning. Ég er óendanlega þakklát. Bjartsýni og bros bjargar deginum en ekki illvilji og neikvæðni. Þeir sem eru tilbúnir endalaust að ata aðra auri án nokkurs samtals eða án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að setja á blað, ég tek ekki þátt í slíku. Bjartsýni og bros og við erum komin til að vinna fyrir þá sem veittu okkur þetta umboð. Og það verður engin breyting á því.“ Inga er afar kát eftir kosningarnar, enda má hún vera það. Í kosningunum í fyrra fékk hún og Flokkur fólksins um 7 þúsund atkvæði en nú 14 þúsund. „Já, það er gaman. Þetta er ævintýr. en við erum komin í stóra ræðupúltið. Mikilvægasta ræðupúlt landsins. Nú eigum við rödd og hún þagnar ekki.“En, hvaða rödd er það? „Nú, rödd okkar þingflokksins. Við erum rödd. Og tölum einum rómi fyrir öryrkja, eldri borgara og almenning.“Flokkur fólksins óskrifað blaðEn, nú eru þetta málefni sem menn tengja fremur við vinstrið en hægrið, af hverju þá að leggja það til við forsetann að hann feli Bjarna eða Sigmundi Davíð stjórnarmyndun?Inga Sæland mætti til Bessastaða í gær í aftursæti jeppa Sigmundar Davíðs. Og hefur það valdið nokkurri furðu en Inga segir kurteisi ekki kosta neitt.Vísir/Anton„Sko, ég er ekki bara næstum því stjórnmálafræðingur, ég er enginn bjáni og ég er líka lögfræðingur. Það breytir engu hvað mér hugnast. Þannig hefur þetta verið í gegnum söguna, meginreglan, að stærsti flokkurinn hafi fengið þetta umboð. Stjórnarandstaðan getur líka myndað ríkisstjórn og unnið saman. Ég var nú aðallega að vísa í meginregluna. Algerlega hlutlaust. Og ég hélt að það væri það sem maður ætti að gera, vera ekki með gífuryrði í hvoruga áttina. Þetta er óskrifað blað, hjá Fólki flokksins að stíga inná þetta svið.“Vill hvorki skilgreina sig til hægri né vinstriEn, vinstri eða hægri? „Við höfum bara sagt að við getum unnið með hverjum sem er. Meginmarkmið okkar er að útrýma fátækt. Í rauninni skiptir það mig engu máli hvað sá flokkur heitir sem vill afnema frítekjumarkið strax og koma lágmarks framfærslu hér upp í 300 þúsund krónur. Það er alger forsenda.“ Inga vill ekki taka af nein tvímæli um hvar beri að staðsetja Flokk fólksins á hinum skilgreinandi ási stjórnmálanna. „Ég skilgreini okkur bara sem hugsjónaafl sem vill hjálpa almenningi í landinu. Nú er að koma vetur. Hefurðu heyrt einhvern tala um fólkið sem býr hér í tjaldi. Okkur ber skylda til að vernda borgarana. Vinna fyrir fólkið. Við erum verkfæri og erum að vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og valdi til verksins en ekki að hugsa um eigin hag. Mín rödd breytist ekkert þó ég hafi verið valin til verksins sem ég þráði að vinna.“Yrði duglegur velferðarráðherraÍ viðtali við Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu í gær kom fram að hún teldi eðlilegast og best ef Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins færu saman í ríkisstjórn. Arnþrúður er ekki ein um þá skoðun. Og útvarpsstjórinn taldi eðlilegt að Inga Sæland tæki við sem velferðarráðherra. Inga segist ekkert vera farin að hugleiða neitt slíkt. En, segir það vissulega svo að henni tækist betur að vinna að sínum hugsjónum og baráttumálum við völd. „Ég get alveg lofað þér því að ég væri duglegur velferðarráðherra. En ég er ekki að sækja í stóla. Það er sorgleg staða úti í samfélaginu, fólk kvíðir jólanna. Þar hef ég verið. Hátíð ljóss og friðar. Er það hægt?“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Arnþrúður og Útvarp Saga hrósa sigri Bjarni og Sigmundur leiða næstu ríkisstjórn að mati Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. 30. október 2017 12:08