Telja réttast að Katrín fái umboðið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 15:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata. Vísir/Anton Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45