Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2017 07:00 Þessar breytingar urðu á þinginu. „Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00