Fjárfestingakostir 10. nóvember 2017 07:00 Það er merkilegt hvernig mannleg málefni eru oft hliðsett á meðan malbik og steypa eru algildar einingar í umræðu um samfélagslega innviði og fjárfestingu í þeim. Við höfum búið til og fjármagnað deiliskipulög, umhverfismöt og hagrænar greiningar fyrir öll landsins mislægu gatnamót og hjólabrautir, en áætlanir um úrræði til þess að koma í veg fyrir að fólk með barnagirnd brjóti af sér er því miður ekki hægt að fjármagna. Af hverju leggjum við ekki sama kraft í að skipuleggja farsæld þegnanna og aðgengi þeirra að stofnbrautum? Af hverju eru forvarnir gegn ofbeldi alltaf tímabundin átaksverkefni á meðan það er lögbundið verkefni stjórnsýslustofnunar að hafa eftirlit með umferðaröryggi í hönnun og notkun vega? Eiga forvarnir og öryggi bara að vera hluti af mannvirkjagerð? Það eru meiriháttar fjárfestingatækifæri fyrir íslenskt samfélag fólgin í því að styðja við börn sem þurfa aðstoð við nám, félagsfærni eða vegna heimilisaðstæðna. Það eru ónýttar auðlindir í hugmyndum þeirra sem passa ekki inn í stöðluð mót samfélagsins. Þær er hægt að virkja með stuðningi og leiðbeiningum. Það eru nefnilega ekki bara persónulegir hagsmunir fólgnir í því að tryggja fjármagn og fagmennsku í stofnanir eins og barnavernd og menntakerfi. Það eru verulegir samfélagslegir hagsmunir til lengri tíma sem gætu minnkað útgjöld til þátta eins og réttar- og refsivörslukerfisins þegar til lengri tíma er litið. Áætlanir duga ekki einar. Það þarf líka peninga. Hugsanlega mætti nálgast útgjöld til velferðar- og menntamála sem fjárfestingu, en ekki kostnað. Væri hægt að ráðast í tímabundið átak til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun
Það er merkilegt hvernig mannleg málefni eru oft hliðsett á meðan malbik og steypa eru algildar einingar í umræðu um samfélagslega innviði og fjárfestingu í þeim. Við höfum búið til og fjármagnað deiliskipulög, umhverfismöt og hagrænar greiningar fyrir öll landsins mislægu gatnamót og hjólabrautir, en áætlanir um úrræði til þess að koma í veg fyrir að fólk með barnagirnd brjóti af sér er því miður ekki hægt að fjármagna. Af hverju leggjum við ekki sama kraft í að skipuleggja farsæld þegnanna og aðgengi þeirra að stofnbrautum? Af hverju eru forvarnir gegn ofbeldi alltaf tímabundin átaksverkefni á meðan það er lögbundið verkefni stjórnsýslustofnunar að hafa eftirlit með umferðaröryggi í hönnun og notkun vega? Eiga forvarnir og öryggi bara að vera hluti af mannvirkjagerð? Það eru meiriháttar fjárfestingatækifæri fyrir íslenskt samfélag fólgin í því að styðja við börn sem þurfa aðstoð við nám, félagsfærni eða vegna heimilisaðstæðna. Það eru ónýttar auðlindir í hugmyndum þeirra sem passa ekki inn í stöðluð mót samfélagsins. Þær er hægt að virkja með stuðningi og leiðbeiningum. Það eru nefnilega ekki bara persónulegir hagsmunir fólgnir í því að tryggja fjármagn og fagmennsku í stofnanir eins og barnavernd og menntakerfi. Það eru verulegir samfélagslegir hagsmunir til lengri tíma sem gætu minnkað útgjöld til þátta eins og réttar- og refsivörslukerfisins þegar til lengri tíma er litið. Áætlanir duga ekki einar. Það þarf líka peninga. Hugsanlega mætti nálgast útgjöld til velferðar- og menntamála sem fjárfestingu, en ekki kostnað. Væri hægt að ráðast í tímabundið átak til þess?
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun