Vill að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:15 "Ég lærði í Gautaborg en fór í skiptinám til Vilnius í Litháen, svo var ég heima í fjögur ár, vann í skóla og vaskaði upp á Argentínu með myndlistinni,“ segir Úlfur sem flutti til Strassborgar í vor en er í heimsókn á landinu. Vísir/Eyþór Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira