Listin að búa til myndir í huganum Magnús Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kristján Loðmfjörð, leikstjóri heimildarmyndarinnar Blindrahundur, sem sýnd er í Bíói Paradís. Visir/Hanna Myndlistarmaðurinn Birgir Andrésson var um margt bæði einstakur listamaður og heillandi einstaklingur. Birgir lést árið 2007 aðeins 52 ára að aldri en þá lá þegar eftir hann mikið og heillandi höfundarverk. Kristján Loðmfjörð kvikmyndagerðarmaður heillaðist ungur af verkum Birgis en í kvöld fer í almennar sýningar í Bíói Paradís heimildarmyndin Blindrahundur, um list og ævi Birgis í leikstjórn Kristjáns. Kristján segir að upphaflega hafi hann tekið viðtal við Birgi árið 2003. „Á þessum tíma var ég í myndlistarnámi í Hollandi en fór heim í jólafrí þrátt fyrir að hafa trassað eitthvað listasöguverkefni. Kennarinn bað mig því um að gera eitthvað á meðan ég væri heima og að það mætti þess vegna vera vídeóvinnsla þar sem ég var ekki kominn með hollenskuna á hreint. Ég hafði áður heillast af mörgum af verkum Birgis og fannst hann vera spennandi karakter. Hann hafði kennt vinum mínum einhverja kúrsa í Listaháskólanum heima og ég fékk þá til þess að kynna mig fyrir honum og það varð úr að ég hékk með honum eina helgi á vinnustofunni. Birgir var einstaklega skemmtilegur maður og ég átti alltaf þetta viðtal enda þótti mér vænt um hann eftir þessa stund á vinnustofunni. Þetta viðtal var svona kveikurinn að því að gera þessa heimildarmynd en síðan var snemma tekin ákvörðun um að nota það ekki heldur fara þá leið að Birgir birtist aldrei í mynd.“ Kristján segir ástæðuna fyrir því vera að myndin sé unnin mikið til í anda verka Birgis. „Það er mikið af myndmáli þarna sem rímar annars vegar við frásagnirnar hverju sinni eða þá stök myndlistarverk eftir Birgi. Það er þá myndmál sem ég bý til sjálfur en þetta byggir allt á þeirri nálgun sem var snemma ákveðin og miðar að því að stíga inn í myndheim Birgis og hugmyndaheim.“Huglæg mynd Birgir var fæddur í Vestmannaeyjum en móðir hans féll frá þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Andrés, faðir Birgis, var blindur og fluttu þeir feðgar þá í hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Þar átti Birgir sín uppvaxtarár hjá föður sínum og stjúpmóður sem var einnig blind. Kristján segir að óneitanlega hafi þessar sérstöku aðstæður á uppvaxtarárum Birgis haft mikil áhrif á að móta hann sem listamann. „Birgir nýtti þetta og vann til að mynda mikið með lýsingar í sínum verkum. Stór hluti hans verka eru textaverk sem ganga aðallega út á lýsingar eins og t.d. textar sem hann fann í gömlum bókum um mannlíf, íslenska þjóðhætti og sitthvað fleira í þeim dúr. Hann sótti mikið í efni á borð við þetta og sagði sjálfur að honum þætti miklu einfaldara að búa til mynd með texta og leyfa síðan áhorfendunum að ákveða hvernig hún liti út. Þannig að það að búa til myndir í huganum var stór þáttur í hans myndlist og þess vegna vildi ég fremur gera slíka mynd. Mynd sem væri í raun frekar huglæg en efnislæg.“Stilla úr myndinni Blindrahundur sem segir frá ævi og list Birgis Andréssonar.Sveit í borg Þó svo ferill Birgis hafi um margt verið farsæll, hann var til að mynda fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 1995, þá var hann á einhvern hátt alla tíð á jaðrinum ef svo má segja. „Já, hann skar sig úr. Hann gerði það á marga vegu og viðfangsefni verkanna áttu sinn þátt í því. En þegar Birgir byrjaði í myndlist þá gekk hann eiginlega SÚM kynslóðinni á hönd og tók upp það verklag og form. En síðan þroskast hann og fer að öðlast meira sjálfstæði og það var ekki síst fyrir þann sagnfræðilega vinkil sem birtist svo víða í hans verkum. Þetta reyndar leiddi til þess að hann náði til mjög breiðs hóps listunnenda vegna þess að hann var að vinna með íslenskan menningararf þar sem hann dró fram þetta sérvitra og sérstaka. Eitthvað sem hafði í raun verið reynt að sópa undir teppið af sagnfræðingum síðustu aldar þegar það var verið að móta ímynd Íslands út á við. Hús Blindrafélagsins og það samfélag sem þar var að finna var svo einmitt að miklu leyti þetta gamla Ísland sem var að hverfa í uppgangi borgarasamfélagsins í Reykjavík. Þarna voru einbúar og ýmsir kynlegir kvistir sem fluttu í þetta hús úr sveitinni vegna blindu eða sjónskerðingar og Birgir tók inn alla þessa menningu og mannlíf sem því fylgdi.“ Kristján segir að einstök verk vísi mjög skýrt í þennan bakgrunn en einskær áhugi hans á menningararfinum hafi þó verið lykilatriði. „Hann var heillaður af þessari gömlu sveitamennsku og þessum hverfandi menningararfi sem má eflaust rekja til þessa bakgrunns. Til þess að alast upp í gamalli sveit en inni í miðri borg á sama tíma.“Ein saga En eiga verk Birgis mikið erindi í dag? „Já, tvímælalaust. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið alþýðulistamaður vegna þess að hann vinnur innan lögmála samtímamyndlista. Hann er einn af fremstu listamönnum síns tíma en um leið tekur hann inn þessi element sagnfræðinnar á myndrænan hátt og leiðir þar fram þetta gamla samfélag með einstökum hætti. Þetta er list sem á eftir að eiga erindi við okkur um ókomna tíð.“ En hvort skyldi Kristján þá leitast við að segja sögu Birgis eða verkanna? „Upprunalega kom ég til Birgis til þess að ræða um verkin hans en hann var sjálfur gríðarlega mikill sagnamaður. Það sem var heillandi við þessa heimsókn var að það voru alltaf einhverjar sögur, ýmist fyndnar eða alvörugefnar á bak við hvert einasta verk sem höfðu svo reyndar ekkert með lokaútkomuna að verkinu að gera. Þannig að það sem heillaði mig er hvað þetta tvinnast mikið saman, karakterinn og verkin, hugmyndin með myndinni er því að segja það sem eina sögu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Birgir Andrésson var um margt bæði einstakur listamaður og heillandi einstaklingur. Birgir lést árið 2007 aðeins 52 ára að aldri en þá lá þegar eftir hann mikið og heillandi höfundarverk. Kristján Loðmfjörð kvikmyndagerðarmaður heillaðist ungur af verkum Birgis en í kvöld fer í almennar sýningar í Bíói Paradís heimildarmyndin Blindrahundur, um list og ævi Birgis í leikstjórn Kristjáns. Kristján segir að upphaflega hafi hann tekið viðtal við Birgi árið 2003. „Á þessum tíma var ég í myndlistarnámi í Hollandi en fór heim í jólafrí þrátt fyrir að hafa trassað eitthvað listasöguverkefni. Kennarinn bað mig því um að gera eitthvað á meðan ég væri heima og að það mætti þess vegna vera vídeóvinnsla þar sem ég var ekki kominn með hollenskuna á hreint. Ég hafði áður heillast af mörgum af verkum Birgis og fannst hann vera spennandi karakter. Hann hafði kennt vinum mínum einhverja kúrsa í Listaháskólanum heima og ég fékk þá til þess að kynna mig fyrir honum og það varð úr að ég hékk með honum eina helgi á vinnustofunni. Birgir var einstaklega skemmtilegur maður og ég átti alltaf þetta viðtal enda þótti mér vænt um hann eftir þessa stund á vinnustofunni. Þetta viðtal var svona kveikurinn að því að gera þessa heimildarmynd en síðan var snemma tekin ákvörðun um að nota það ekki heldur fara þá leið að Birgir birtist aldrei í mynd.“ Kristján segir ástæðuna fyrir því vera að myndin sé unnin mikið til í anda verka Birgis. „Það er mikið af myndmáli þarna sem rímar annars vegar við frásagnirnar hverju sinni eða þá stök myndlistarverk eftir Birgi. Það er þá myndmál sem ég bý til sjálfur en þetta byggir allt á þeirri nálgun sem var snemma ákveðin og miðar að því að stíga inn í myndheim Birgis og hugmyndaheim.“Huglæg mynd Birgir var fæddur í Vestmannaeyjum en móðir hans féll frá þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Andrés, faðir Birgis, var blindur og fluttu þeir feðgar þá í hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Þar átti Birgir sín uppvaxtarár hjá föður sínum og stjúpmóður sem var einnig blind. Kristján segir að óneitanlega hafi þessar sérstöku aðstæður á uppvaxtarárum Birgis haft mikil áhrif á að móta hann sem listamann. „Birgir nýtti þetta og vann til að mynda mikið með lýsingar í sínum verkum. Stór hluti hans verka eru textaverk sem ganga aðallega út á lýsingar eins og t.d. textar sem hann fann í gömlum bókum um mannlíf, íslenska þjóðhætti og sitthvað fleira í þeim dúr. Hann sótti mikið í efni á borð við þetta og sagði sjálfur að honum þætti miklu einfaldara að búa til mynd með texta og leyfa síðan áhorfendunum að ákveða hvernig hún liti út. Þannig að það að búa til myndir í huganum var stór þáttur í hans myndlist og þess vegna vildi ég fremur gera slíka mynd. Mynd sem væri í raun frekar huglæg en efnislæg.“Stilla úr myndinni Blindrahundur sem segir frá ævi og list Birgis Andréssonar.Sveit í borg Þó svo ferill Birgis hafi um margt verið farsæll, hann var til að mynda fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 1995, þá var hann á einhvern hátt alla tíð á jaðrinum ef svo má segja. „Já, hann skar sig úr. Hann gerði það á marga vegu og viðfangsefni verkanna áttu sinn þátt í því. En þegar Birgir byrjaði í myndlist þá gekk hann eiginlega SÚM kynslóðinni á hönd og tók upp það verklag og form. En síðan þroskast hann og fer að öðlast meira sjálfstæði og það var ekki síst fyrir þann sagnfræðilega vinkil sem birtist svo víða í hans verkum. Þetta reyndar leiddi til þess að hann náði til mjög breiðs hóps listunnenda vegna þess að hann var að vinna með íslenskan menningararf þar sem hann dró fram þetta sérvitra og sérstaka. Eitthvað sem hafði í raun verið reynt að sópa undir teppið af sagnfræðingum síðustu aldar þegar það var verið að móta ímynd Íslands út á við. Hús Blindrafélagsins og það samfélag sem þar var að finna var svo einmitt að miklu leyti þetta gamla Ísland sem var að hverfa í uppgangi borgarasamfélagsins í Reykjavík. Þarna voru einbúar og ýmsir kynlegir kvistir sem fluttu í þetta hús úr sveitinni vegna blindu eða sjónskerðingar og Birgir tók inn alla þessa menningu og mannlíf sem því fylgdi.“ Kristján segir að einstök verk vísi mjög skýrt í þennan bakgrunn en einskær áhugi hans á menningararfinum hafi þó verið lykilatriði. „Hann var heillaður af þessari gömlu sveitamennsku og þessum hverfandi menningararfi sem má eflaust rekja til þessa bakgrunns. Til þess að alast upp í gamalli sveit en inni í miðri borg á sama tíma.“Ein saga En eiga verk Birgis mikið erindi í dag? „Já, tvímælalaust. Það er ekki hægt að segja að hann hafi verið alþýðulistamaður vegna þess að hann vinnur innan lögmála samtímamyndlista. Hann er einn af fremstu listamönnum síns tíma en um leið tekur hann inn þessi element sagnfræðinnar á myndrænan hátt og leiðir þar fram þetta gamla samfélag með einstökum hætti. Þetta er list sem á eftir að eiga erindi við okkur um ókomna tíð.“ En hvort skyldi Kristján þá leitast við að segja sögu Birgis eða verkanna? „Upprunalega kom ég til Birgis til þess að ræða um verkin hans en hann var sjálfur gríðarlega mikill sagnamaður. Það sem var heillandi við þessa heimsókn var að það voru alltaf einhverjar sögur, ýmist fyndnar eða alvörugefnar á bak við hvert einasta verk sem höfðu svo reyndar ekkert með lokaútkomuna að verkinu að gera. Þannig að það sem heillaði mig er hvað þetta tvinnast mikið saman, karakterinn og verkin, hugmyndin með myndinni er því að segja það sem eina sögu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira