Aðventan nálgast: Dónalegar jólapeysur og dásamlegar dragtir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:30 Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum. Jól Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum.
Jól Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning