Þingstörfin leggjast vel í þá nýu þingmenn sem náðu kjöri í alþingiskosningunum í síðasta mánuði. Þeir eru þó varkárir í spádómum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Óvenju mikil endurnýjun hefur verið á Alþingin undanfarin ár og svo er einnig nú. Nítján nýir þingmenn setjast á þing. Þar af tíu sem aldrei hafa sest á Alþingi áður, sjö sem áður hafa verið aðalmenn á þingi og tveir sem komið hafa inn á Alþingi sem varamenn.
Starfsfólk Alþingis hélt námskeið fyrir nýja þingmenn í dag þar sem farið var yfir vinnubrögðin, þingsköpin og hefðirnar sem ríkja á Alþingi. Þingmenn þurfa að þekkja hvernig staðið er að frumvörpum, þingsályktunum, fyrirspurnum og síðan eru ólík fundarform eftir því hvað er til umræðu hverju sinni.
Þingmennirnir nýu voru að vonum spennt fyrir nýja starfinu, en vildu ekki spá miklu um komandi ríkisstjórn, eins og sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Nýir þingmenn fullir eftirvæntingar
Heimir Már Pétursson skrifar
Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

