Hundur, köttur eða frisbídiskur Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Ég tók annað skref í átt að því að verða fullorðinn fyrir sléttri viku síðan þegar að ég varð sambýlismaður. Fyrsta vikan hefur gengið bara vel en fyrsta deilumálið er strax komið upp á borðið: Hvaða gæludýr skulu sambýlingarnir fá sér í framtíðinni? Ég hef alltaf verið meira fyrir hunda en konan vill kisu. Hundur eða köttur; spurningin sem hefur dregið fólk í dilka síðan dilkar voru fundnir upp. Mér finnst þetta afskaplega einfalt. Hundar eru upp til hópa lífsglaðir, nema kannski pulsuhundar og bolabítar, á meðan kettir hata mannfólkið. Þeir eru rosaleg kúridýr en vilja samt helst ekkert með þig hafa nema verið sé að þjóna þeim. Hundar eru alltaf til í að ná í drasl og eru alltaf spenntir fyrir því að fá þig heim. Kettir að sama skapi geta ekki beðið eftir að þú drullir þér út úr íbúðinni þeirra. Það er allavega mín upplifun af hundum og köttum annarra því ekki hef ég átt gæludýr. Ekki nóg með alast upp án systkina í húsinu, ég átti ekki heldur loðinn félaga til að stytta mér stundirnar og þá voru nú góð ráð dýr. Ungur strákur í Hlíðargerðinu dó þó ekki ráðalaus og setti bara lítinn frisbídisk í timburbúr sem hann smíðaði sjálfur. Frisbídiskurinn fékk svo vatn og aðrar veigar til að halda sér gangandi þótt hann lægi meira og minna hreyfingarlaus. Helsti kosturinn var að þetta ímyndaða gæludýr hafði ekki hátt. Kannski er frisbídiskur í búri bara besta lausnin. Þá er maður alveg laus við hárlos og það kostar ekkert að halda honum á lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Ég tók annað skref í átt að því að verða fullorðinn fyrir sléttri viku síðan þegar að ég varð sambýlismaður. Fyrsta vikan hefur gengið bara vel en fyrsta deilumálið er strax komið upp á borðið: Hvaða gæludýr skulu sambýlingarnir fá sér í framtíðinni? Ég hef alltaf verið meira fyrir hunda en konan vill kisu. Hundur eða köttur; spurningin sem hefur dregið fólk í dilka síðan dilkar voru fundnir upp. Mér finnst þetta afskaplega einfalt. Hundar eru upp til hópa lífsglaðir, nema kannski pulsuhundar og bolabítar, á meðan kettir hata mannfólkið. Þeir eru rosaleg kúridýr en vilja samt helst ekkert með þig hafa nema verið sé að þjóna þeim. Hundar eru alltaf til í að ná í drasl og eru alltaf spenntir fyrir því að fá þig heim. Kettir að sama skapi geta ekki beðið eftir að þú drullir þér út úr íbúðinni þeirra. Það er allavega mín upplifun af hundum og köttum annarra því ekki hef ég átt gæludýr. Ekki nóg með alast upp án systkina í húsinu, ég átti ekki heldur loðinn félaga til að stytta mér stundirnar og þá voru nú góð ráð dýr. Ungur strákur í Hlíðargerðinu dó þó ekki ráðalaus og setti bara lítinn frisbídisk í timburbúr sem hann smíðaði sjálfur. Frisbídiskurinn fékk svo vatn og aðrar veigar til að halda sér gangandi þótt hann lægi meira og minna hreyfingarlaus. Helsti kosturinn var að þetta ímyndaða gæludýr hafði ekki hátt. Kannski er frisbídiskur í búri bara besta lausnin. Þá er maður alveg laus við hárlos og það kostar ekkert að halda honum á lífi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun