Leiðtogar flokkanna halda spilunum fast að sér Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 20:00 Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland. Kosningar 2017 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Það gæti skýrst á morgun hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur reyna með sér myndun ríkisstjórnar með þátttöku Framsóknarflokksins. Staðan er hins vegar all flókin þar sem nokkur andstaða er innan flestra flokka við samstarf með öðrum flokkum og erfitt að láta kapalinn ganga pólitískt upp. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna hafa haldið mjög fast að sér spilunum í dag og þegar maður hefur yfirleitt náð sambandi við þá hafa þeir sem minnst viljað segja um mögulegar stjórnarmyndanir. En það liggur einhvern veginn í kortunum að næst verði reynt að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. En enginn vill segja neitt um það í dag. Almennt er reiknað með að forseti Íslands gefi leiðtogunum að minnsta kosti svigrúm eitthvað fram eftir degi á morgun, áður en hann kallar þá til sín á fund. En forsetinn er nánast í daglegu sambandi við leiðtogana þannig að hann er vel upplýstur um stöðu mála. Einhver vankvæði virðast á nánast öllum samsetningum flokka í ríkisstjórn vegna andstöðu þvers og kruss við samstarf einstakra flokka. Þingflokkur Flokks fólksins kom saman í dag til að ræða málin en Inga Sæland formaður flokksins segir aðþar á bæ hefðu menn lítið heyrt í dag.Nú er sagt að allir séu að tala við alla. Þýðir það að allir eru að tala við ykkur„Allir að tala við alla nema okkur,“ segir Inga og hlær. „ Nei, nei í rauninni erum við bara róleg hér á hliðarlínunni og höfum ekki fengið neitt spjall í dag,“ bætir hún við. Ekki eru allir hrifnir að því innan Vinstri grænna að fara í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki án þess að Samfylkingin kæmi með í þá stjórn. Innan hennar virðast líka mjög blendnar tilfinningar gagnvart slíkri stjórn sem og innan Sjálfstæðisflokksins „Það eru þarna ákveðnar þreifingar. Það er búið að vera talað svolítið um þessa stjórn alveg frá vinstri til hægri. Með þá kannski Framsókn þarna í miðjunni. Það er bara spurning hvort það er það sem reynt verður næst. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Við fáum sennilega að frétta af því á morgun,“ segir Inga Sæland.
Kosningar 2017 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira