Þáttastjórnandi NBC dásamar jeppa björgunarsveitanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 07:40 Chris Harris bendir hér á 44 tommu dekk Land Cruiseranna. Skjáskot Ísland verður í brennidepli í næsta þætti /Drive, sem sýndur verður á NBC Sports á fimmtudaginn. Þátturinn hóf göngu sína á Youtube og er nú um að ræða eina vinsælustu bílarásina á myndbandaveitunni. /Drive er í dag með rúmlega 1,8 milljón fylgjendur en alls hefur verið horft rúmlega 300 milljón sinnum á myndbönd rásarinnar. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á fimmtudaginn þar sem jeppar björgunarsveitanna eru dásamaðir. Einn af stjórnendum þáttarins, Chris Harris, segir þá til að mynda vera í „fullkomnum hlutföllum“ og á vart orð yfir það hversu lítill þrýstingur er í dekkjunum.Ljóst er að áhorfendur þáttanna geta hugsað sér gott til glóðarinnar ef marka má kitlu þáttarins. Hér að neðan er stiklað á mjög stóru í Íslandsheimsókn /Drive og má meðal annars sjá þáttastjórnendur bruna á glæsikerrum og mjakast þunglamalega yfir íslenska hálendið. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Ísland verður í brennidepli í næsta þætti /Drive, sem sýndur verður á NBC Sports á fimmtudaginn. Þátturinn hóf göngu sína á Youtube og er nú um að ræða eina vinsælustu bílarásina á myndbandaveitunni. /Drive er í dag með rúmlega 1,8 milljón fylgjendur en alls hefur verið horft rúmlega 300 milljón sinnum á myndbönd rásarinnar. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á fimmtudaginn þar sem jeppar björgunarsveitanna eru dásamaðir. Einn af stjórnendum þáttarins, Chris Harris, segir þá til að mynda vera í „fullkomnum hlutföllum“ og á vart orð yfir það hversu lítill þrýstingur er í dekkjunum.Ljóst er að áhorfendur þáttanna geta hugsað sér gott til glóðarinnar ef marka má kitlu þáttarins. Hér að neðan er stiklað á mjög stóru í Íslandsheimsókn /Drive og má meðal annars sjá þáttastjórnendur bruna á glæsikerrum og mjakast þunglamalega yfir íslenska hálendið.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent