Vísindalegur óheiðarleiki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Fá fordæmi eru fyrir jafn grófu vísindamisferli og kristallast í hinu svokallað Plastbarkamáli. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í Svíþjóð á lygum ítalska læknisins Paolo Macchiarini og siðlausum tilraunum hans á fárveikum einstaklingum. Þessar sömu rannsóknir hafa einnig varpað ljósi á hrollvekjandi afstöðu Karolinska Institutet til orðspors, tilrauna og rannsóknarniðurstaðna læknisins eftir að sjálfstæð úttekt hafði verið gerð á störfum hans á Karólínska háskólasjúkrahúsinu. Sérfræðinganefnd undir formennsku Páls Hreinssonar, dómara við EFTA-dómstólinn, hefur nú skilað niðurstöðum sínum þar sem úttekt var gerð á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala í tengslum við málið hefðu verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Niðurstöðurnar varpa í senn ljósi á það hvernig Macchiarini, í krafti stöðu sinnar sem einn virtasti brjóstholsskurðlæknir heims, stóð í umfangsmiklum blekkingarleik gagnvart kollegum sínum í Svíþjóð og á Íslandi, og hvernig íslenskir vísindamenn brugðust þegar á reyndi, bæði í aðdraganda aðgerðarinnar örlagaríku á Erítreumanninum Andemariam Beyene, og í þeirri vísindavinnu sem tók við að henni lokinni. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Hann var fjölskyldumaður og var hér á landi að sækja sér menntun. Í heimalandinu geisaði borgarastyrjöld. Hann var notaður sem tilraunadýr af Macchiarini, en aðrir nýttu sér hlutskipti hans til að koma nafni sínu á spjöld sögunnar. Vísindagreinin sem birtist í The Lancet 24. nóvember 2011 var hvorki í samræmi við boðleg vísindi né gott siðferði. Þann sama dag birti Háskóli Íslands nafn Andemariams og kom honum í fjölmiðla án þess að taka tillit til hans sem sjúklings og nemanda við skólann. Hann var notaður í auglýsingaskyni. Ljóst er að íslensku læknarnir voru fullir efasemda um innihald greinarinnar. Þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam á Landspítala voru ekki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Því var greinin ekki hæf til birtingar frá upphafi. Íslensku læknarnir hefðu átt að segja sig frá greininni. Það gerðu þeir ekki fyrr en í febrúar á þessu ári. Mistök eru óumflýjanlegur liður í öllu vísindastarfi. Brotaviljinn er sjaldnast einbeittur, nema mögulega í tilfelli Macchiarinis. Landspítali, Háskóli Íslands og viðkomandi læknar skipa framvarðarsveit íslenskra vísinda, vonandi tekst þeim að læra af mistökum sínum. Það sem eftir stendur er að fársjúkur maður, sem var með tímabundið landvistarleyfi á Íslandi, tók í örvæntingu sinni þátt í ólögmætri tilraun. Íslenskir vísindamenn stunduðu ólögmætar rannsóknir á honum og Háskóli Íslands notaði hann í eigin hagnaðarskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Plastbarkamálið Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Fá fordæmi eru fyrir jafn grófu vísindamisferli og kristallast í hinu svokallað Plastbarkamáli. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í Svíþjóð á lygum ítalska læknisins Paolo Macchiarini og siðlausum tilraunum hans á fárveikum einstaklingum. Þessar sömu rannsóknir hafa einnig varpað ljósi á hrollvekjandi afstöðu Karolinska Institutet til orðspors, tilrauna og rannsóknarniðurstaðna læknisins eftir að sjálfstæð úttekt hafði verið gerð á störfum hans á Karólínska háskólasjúkrahúsinu. Sérfræðinganefnd undir formennsku Páls Hreinssonar, dómara við EFTA-dómstólinn, hefur nú skilað niðurstöðum sínum þar sem úttekt var gerð á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala í tengslum við málið hefðu verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Niðurstöðurnar varpa í senn ljósi á það hvernig Macchiarini, í krafti stöðu sinnar sem einn virtasti brjóstholsskurðlæknir heims, stóð í umfangsmiklum blekkingarleik gagnvart kollegum sínum í Svíþjóð og á Íslandi, og hvernig íslenskir vísindamenn brugðust þegar á reyndi, bæði í aðdraganda aðgerðarinnar örlagaríku á Erítreumanninum Andemariam Beyene, og í þeirri vísindavinnu sem tók við að henni lokinni. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Hann var fjölskyldumaður og var hér á landi að sækja sér menntun. Í heimalandinu geisaði borgarastyrjöld. Hann var notaður sem tilraunadýr af Macchiarini, en aðrir nýttu sér hlutskipti hans til að koma nafni sínu á spjöld sögunnar. Vísindagreinin sem birtist í The Lancet 24. nóvember 2011 var hvorki í samræmi við boðleg vísindi né gott siðferði. Þann sama dag birti Háskóli Íslands nafn Andemariams og kom honum í fjölmiðla án þess að taka tillit til hans sem sjúklings og nemanda við skólann. Hann var notaður í auglýsingaskyni. Ljóst er að íslensku læknarnir voru fullir efasemda um innihald greinarinnar. Þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam á Landspítala voru ekki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Því var greinin ekki hæf til birtingar frá upphafi. Íslensku læknarnir hefðu átt að segja sig frá greininni. Það gerðu þeir ekki fyrr en í febrúar á þessu ári. Mistök eru óumflýjanlegur liður í öllu vísindastarfi. Brotaviljinn er sjaldnast einbeittur, nema mögulega í tilfelli Macchiarinis. Landspítali, Háskóli Íslands og viðkomandi læknar skipa framvarðarsveit íslenskra vísinda, vonandi tekst þeim að læra af mistökum sínum. Það sem eftir stendur er að fársjúkur maður, sem var með tímabundið landvistarleyfi á Íslandi, tók í örvæntingu sinni þátt í ólögmætri tilraun. Íslenskir vísindamenn stunduðu ólögmætar rannsóknir á honum og Háskóli Íslands notaði hann í eigin hagnaðarskyni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun