Höfðu áhyggjur af því að tæpur meirihluti myndi ekki tryggja stöðugleika Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 13:18 Sigurður Ingi ræðir við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm „Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Að okkar mati er ákall í samfélaginu eftir pólitískum og efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um ástæður þess að stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna var hætt. „Eins og ég hef sagt, frá því þessar viðræður hófust, hafði ég áhyggjur af því að þetta væri tæpur meirihluti,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi um málið. Sigurður Ingi segir stór verkefni framundan á sviði uppbyggingar og á kjarasviðinu. Á sama tíma sé hagsveiflan á niðurleið og væntingar miklar. „Við höfðum áhyggjur á því að þessi meirihluti væri of tæpur til að tryggja þennan stöðugleika.“ Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar stóðu að þessum viðræðum. Fregnir bárust í síðustu viku þar sem ummæli Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórn sem ekki hefði meirihluta atkvæða á bak við sig vöktu athygli. Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður, rifjaði þessi ummæli Björns Leví upp þar sem Björn sagðist ekki vilja vera í meirihluta stjórn sem væri ekki með meirihluta kjósenda á bak við sig. Hefði stjórn stjórnarandstöðuflokkanna orðið að veruleika þá hefði hún ekki haft meirihluta atkvæða á bak við sig. Björn sagðist í samtali við Stundina af því tilefni að hann myndi tryggja þessari stjórn meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Spurður út í þessi ummæli Björns Leví segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi að þau hefðu ekki vakið tilfinningu um traust en Björn Leví hefði útskýrt mál sitt. Sigurður segir mat þeirra hafa verið að meirihlutinn hafi verið of tæpur. „Ég vil fá að taka sérstaklega fram að þessar viðræður voru mjög góðar og ákveðin vonbrigði að þær gengu ekki eftir. Allir lögðu sig fram af einlægni að láta þetta ganga upp en það eru mjög stór verkefni sem við stöndum frammi fyrir sem að mínu mati þurfa traustari meirihluta,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort ESB-málið og stjórnarskrármálið hafi sett svip sinn á þessar viðræður segir Sigurður Ingi flokkana hafa fjallað um fjölmörg mál og fyrst og fremst á grunni þessi stjórn hefði tryggan meirihluta til að standa að nauðsynlegri uppbyggingu í samfélaginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Þingflokkur Pírata: Telja ekki fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar 6. nóvember 2017 12:51