Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 11:08 Bryggjan sem um ræðir við Árskógssand. Ja.is Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu. Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu.
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45