Tilbúinn í bardaga Lára G. Sigurðardóttir skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Augu hans loguðu og hann stóð grafkyrr. Hendur voru með hliðum og hann hallaði sér örlítið að mér eins og hann væri að búa sig undir átök. Hann hafði verið að spila tölvuleik, nánar tiltekið fyrstu-persónu skotleik, þegar ég truflaði til að segja honum að kvöldmaturinn væri klár. Tölvuleikurinn hafði ræst taugakerfið hans. Hjartslátturinn var hraðari og blóðþrýstingur hærri. Blóðið streymdi frá meltingu til útlima og hjarta. Adrenalín streymdi um æðarnar. Barnið var tilbúið að takast á við yfirvofandi hættu – hlaupa undan eða berjast. Það sem heldur barninu límdu við skjáinn er sæluefnið dópamín. Umbunarkerfið fer í gang og dópamín eykst í heilanum þegar barnið fær stig eða kemst á næsta leikjaborð. Nú er búið að gulltryggja að barnið velur leikinn fram yfir annað. Það fær ekki jafnmikla sælu með því að lesa bók eða leika úti. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar barnið hættir að spila er líklegt að það eigi erfitt með einbeitingu, stjórna tilfinningum, hafa hömlur á hvötum, fylgja fyrirmælum, vera skapandi, sýna samkennd og koma hlutum í verk. Ástæðan er m.a. sú að blóðflæðið minnkar í þeim hluta heilans sem gerir okkur að vitsmunaverum og eykst í frumstæðari svæðum heilans sem sjá til þess að við lifum af. Þegar skotleikur hefur ræst taugakerfið getur smá truflun auðveldlega vakið reiði. Að horfast í augu getur vakið frumstæðar kenndir um ögrun og komið barninu í uppnám. Ég, eins og líklega fleiri, hef ekki verið nógu dugleg við að setja börnunum mörk en ég geri engum greiða með því. Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Augu hans loguðu og hann stóð grafkyrr. Hendur voru með hliðum og hann hallaði sér örlítið að mér eins og hann væri að búa sig undir átök. Hann hafði verið að spila tölvuleik, nánar tiltekið fyrstu-persónu skotleik, þegar ég truflaði til að segja honum að kvöldmaturinn væri klár. Tölvuleikurinn hafði ræst taugakerfið hans. Hjartslátturinn var hraðari og blóðþrýstingur hærri. Blóðið streymdi frá meltingu til útlima og hjarta. Adrenalín streymdi um æðarnar. Barnið var tilbúið að takast á við yfirvofandi hættu – hlaupa undan eða berjast. Það sem heldur barninu límdu við skjáinn er sæluefnið dópamín. Umbunarkerfið fer í gang og dópamín eykst í heilanum þegar barnið fær stig eða kemst á næsta leikjaborð. Nú er búið að gulltryggja að barnið velur leikinn fram yfir annað. Það fær ekki jafnmikla sælu með því að lesa bók eða leika úti. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar barnið hættir að spila er líklegt að það eigi erfitt með einbeitingu, stjórna tilfinningum, hafa hömlur á hvötum, fylgja fyrirmælum, vera skapandi, sýna samkennd og koma hlutum í verk. Ástæðan er m.a. sú að blóðflæðið minnkar í þeim hluta heilans sem gerir okkur að vitsmunaverum og eykst í frumstæðari svæðum heilans sem sjá til þess að við lifum af. Þegar skotleikur hefur ræst taugakerfið getur smá truflun auðveldlega vakið reiði. Að horfast í augu getur vakið frumstæðar kenndir um ögrun og komið barninu í uppnám. Ég, eins og líklega fleiri, hef ekki verið nógu dugleg við að setja börnunum mörk en ég geri engum greiða með því. Það eru til tölvuleikir sem hafa jákvæð áhrif á heilann en skotleikir eru ekki á meðal þeirra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun