Varfærni einkennir líkamstjáninguna í Sigurðarstofu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 16:00 Það virtist fara vel um fundarmenn á Syðra Langholti, heimili Sigurðar Inga, formanns Framsóknar. Vísir/Ernir Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka funda nú á Syðri Langholti, heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Myndir sem ljósmyndari fréttstofu smellti af á fundinum fyrr í dag hafa vakið nokkra athygli. Vísir ákvað að hafa samband við sálfræðinginn Björn Vernharðsson sem hefur fjallað mikið um líkamstjáningu fólks og biðja hann að athuga hvort að einhver dulin skilaboð leyndust í fasi fundarmanna í Hrunamannahreppi. Vert er þó að taka fram að þetta er allt til gamans gert. „Það má sjá að Sigurður Ingi og Lilja eru með hendurnar fyrir framan sig, þannig að þau eru mjög varfærin í þessu. Lilja er með krosslagðar fætur í þokkabót,“ segir Björn. „Oddný hallar sér að Þórhildi Sunnu og það er gagnkvæmt. Logi er með hendurnar á hnjánum og tilbúinn í aksjón.“ Hann segir að Píratar séu opnastir í sinni stöðu. „Enda hafa þeir eiginlega gefið það út að ef þetta virkar ekki að þá verði þeir í stjórnarandstöðu.“Heimilishundurinn Kjói vakti lukku meðal fundarmanna.Vísir/Ernir„Katrín sjálf er með hendur í kjöltu sér og krosslagða fætur, þannig að hún er annaðhvort ekki örugg með sig eða opnar sig ekki fullkomlega fyrir samstarfinu. Það eru allir að horfa á hundinn nema Þórhildur Sunna er að horfa á Sigurð Inga eða fram í stofuna og Oddný á Katrínu.“ Hann segir að samningatækni Pírata sé þannig að þeir hafi tekið á sig alla pressu af hinum stjórnarandstöðuflokkunum og þannig eyðilagt möguleika á því að allir flokkarnir beittu sér að afli til að ná stjórnarsamkomulagi.Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sést hér neðst í vinstra horni segja sögu sem virðist vekja lukku.Vísir/ErnirHann líkir jafnframt samingaviðræðunum við aðstæður um borð í skipi sem hrekst vélarvana um á hafi úti. „Það eru fjórir menn um borð og aðeins einn björgunarbátur fyrir tvo. Til að gangsetja vélina þurfa allir að taka þátt í því að öllu afli og Píratar segjast ekki ætla sér í björgunarbátinn en vera niðri í vélarrúminu hvað sem tautar eða raular,“ segir Björn. „Framsókn stendur upp í stiga á vélarrúminu og er tilbúinn í björgunarbátinn og hvað gera hinir tveir flokkarnir. Hella þeir sér í það að gera við vélina eða nálgast þeir stigann? Af myndunum að dæma að þá er Katrín með annað augað á stiganum!“ Björn bætti svo um betur og skipti ráðuneytunum niður með leiðtogum flokkanna eftir því hvar þeir sitja í stofunni: „Sigurður Ingi er þar sem flæðið og fjármálin liggja. Ef þessi stjórn tækist yrði hann fjármálaráðherra. Katrín situr þar sem sá sem stjórnin ætti að hafa en þar sem hún situr með opna stofuna á bak við sig getur það verið að hún annaðhvort hafi ekki völdin eins klippt og skorið og ætla mætti. Hrafn situr þar sem þekkingin er ætluð sæti og ætla mætti að menntamálaráðherra tæki sæti.“ Hann segir að Svandís Svavarsdóttir sitji þar sem heilbrigðisráðherra væri og Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG gæti þá verið kandídat í utanþingsráðherra ferðamála. Hún situr við hlið Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Logi þá atvinnuvegaráðuneytið. Smári og Oddný skipta þá upp með sér innanríkisráðuneytinu og Þórhildur Sunna þá velferðarráðuneytið. Lilja færi þá í utanríkisráðuneytið aftur. Þessi sem ætlar sér ferðamálaráðuneytið er þá einhvers staðar annarsstaðar nema að hann sé í þjónustunni.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45 Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag 3. nóvember 2017 09:45
Erfiðustu málin afgreidd fyrst og pizza í hádegismat Fundur flokkanna fjögurra hófst klukkan tíu í morgun og er búist við því að hann haldi áfram fram eftir degi. 3. nóvember 2017 13:30