Framleiðslu VW Scirocco hætt Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 11:30 Volkswagen Scirocco hefur ávallt verið fallegur og sportlegur bíll og hálfgerð synd að framleiðslu hans sé nú hætt. Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent