Heimskan og illskan Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Ungur, vel menntaður maður er sviptur ríkisborgararétti og vísað frá Noregi eftir að hafa búið þar í sautján ár. Þannig er honum refsað fyrir að hafa sagst vera frá Sómalíu en ekki Djíbútí. Hann er nú ráðalaus á Íslandi og leitar hælis. Ég veit ekkert um mál mannsins, fyrir utan það sem fram hefur komið í fréttum. Ætla því ekki að hafa neina sérstaka skoðun á því eða honum sem manneskju. Óþverralýðurinn sem rottar sig saman í athugasemdakerfum vefmiðlanna veit sjálfsagt jafn lítið og ég. Sennilega minna enda benda athugasemdir þeirra iðulega til þess að þau hafi ekki lesið þær fréttir sem þau gjamma undir. Kunni í það minnsta alls ekki að lesa sér til gagns. Hér eru tvö dæmi úr athugasemdum við frétt dv.is um mál mannsins. Að vísu óvenju vel stafsett en fordómarnir og þekkingarleysið eru æpandi: „Því í fjandanum var þessum ekki snúið við á punktinum og til Noregs aftur, orðinn kjaftbit.“ „Maðurinn er greinilega einhver hrotti eða glæpon, annars hefðu Norðmenn aldrei úthýst manni með ríkisborgararétt.“ Heimskan, illskan og stafsetningin (þessi ótæka og snarbrjálaða) eru hin heilaga þrenning virkra í athugasemdum. Helsti ókosturinn við internetið er að með því fengu allir rödd. Sumir hafa bara því miður ekkert að segja, en þurfa ekki lengur að þegja, og æla í staðinn svartasta galli sálna sinn yfir almenning. Í athugasemdakerfunum beita heimskustu 0,01% þjóðarinnar okkur hin, 99,99%, andlegu og félagslegu ofbeldi. Eiga þessir grunnhyggnu, illa þenkjandi og enn verr skrifandi alvitringar ekki aðstandendur sem geta bent þeim á að hætta þessu. Eða vísað þeim á viðeigandi stofnun? Helst áður en þessi pistill fer á vefinn ;) Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun
Ungur, vel menntaður maður er sviptur ríkisborgararétti og vísað frá Noregi eftir að hafa búið þar í sautján ár. Þannig er honum refsað fyrir að hafa sagst vera frá Sómalíu en ekki Djíbútí. Hann er nú ráðalaus á Íslandi og leitar hælis. Ég veit ekkert um mál mannsins, fyrir utan það sem fram hefur komið í fréttum. Ætla því ekki að hafa neina sérstaka skoðun á því eða honum sem manneskju. Óþverralýðurinn sem rottar sig saman í athugasemdakerfum vefmiðlanna veit sjálfsagt jafn lítið og ég. Sennilega minna enda benda athugasemdir þeirra iðulega til þess að þau hafi ekki lesið þær fréttir sem þau gjamma undir. Kunni í það minnsta alls ekki að lesa sér til gagns. Hér eru tvö dæmi úr athugasemdum við frétt dv.is um mál mannsins. Að vísu óvenju vel stafsett en fordómarnir og þekkingarleysið eru æpandi: „Því í fjandanum var þessum ekki snúið við á punktinum og til Noregs aftur, orðinn kjaftbit.“ „Maðurinn er greinilega einhver hrotti eða glæpon, annars hefðu Norðmenn aldrei úthýst manni með ríkisborgararétt.“ Heimskan, illskan og stafsetningin (þessi ótæka og snarbrjálaða) eru hin heilaga þrenning virkra í athugasemdum. Helsti ókosturinn við internetið er að með því fengu allir rödd. Sumir hafa bara því miður ekkert að segja, en þurfa ekki lengur að þegja, og æla í staðinn svartasta galli sálna sinn yfir almenning. Í athugasemdakerfunum beita heimskustu 0,01% þjóðarinnar okkur hin, 99,99%, andlegu og félagslegu ofbeldi. Eiga þessir grunnhyggnu, illa þenkjandi og enn verr skrifandi alvitringar ekki aðstandendur sem geta bent þeim á að hætta þessu. Eða vísað þeim á viðeigandi stofnun? Helst áður en þessi pistill fer á vefinn ;) Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun