Er varasamt að veipa? Lára Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2017 11:00 Lára Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, svarar spurningum lesenda. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er varasamt að veipa? Svar: Útbreiðsla rafsígaretta hefur aukist verulega hérlendis síðustu misseri og sérstaklega meðal unglinga. Einn af hverjum tuttugu fullorðnum hefur prófað rafsígarettur en það er enn meira sláandi að annar hver framhaldsskólanemi hefur prófað að veipa. Fyrir utan nikótín hafa mörg önnur skaðleg efni fundist í rafsígarettum, en þær gefa ekki eingöngu frá sér vatnsgufu eins og oft er haldið fram. Meginuppistaða vökvans í rafsígarettum er própýlen glýkól og/eða glýseról. Þegar fólk veipar hitnar rafsígarettuvökvinn og við það myndast formaldehýð sem er krabbameinsvaldandi efni, en það er þekktur áhættuþáttur hvítblæðis og krabbameins í nefkoki og eitlum. Sýnt hefur verið fram á að því hærri hita sem tækið er stillt á, því meira magn myndast af þessu skaðlega efni. Í veipvökva hafa fundist fleiri skaðleg efni, t.d. akrólein sem getur skaðað lungnavef. Nikótín er það efni sem flestir sækjast eftir með því að veipa en nikótín hækkar blóðþrýsting, eykur hjartslátt og hefur örvandi áhrif. Taugakerfi barna er sérstaklega viðkvæmt fyrir nikótíni því það hefur ekki náð fullum þroska. Börn eru þess vegna í aukinni hættu á að ánetjast rafsígarettum, jafnvel þótt þær eigi ekki, samkvæmt innihaldslýsingu, að innihalda nikótín. Því miður er ekkert eftirlit með hvaða veipefni eru í umferð á Íslandi. Þeir sem nota rafsígarettur geta því ekki verið vissir um hvaða efni þeir eru að anda að sér eða í hvaða magni. Sumir telja að rafsígarettureykur sé skaðlaus fyrir þá sem anda honum að sér óbeint en í reyknum hafa fundist eiturmálmar, t.d. tin, kadmíum, blý og kvikasilfur, og jafnvel í hærri skömmtum en í sígarettum. Það er því bæði varasamt að veipa og að vera innan um rafsígarettureyk.Niðurstaða: Skaðleg efni finnast í rafsígarettuvökva og þeir sem hafa aldrei reykt sígarettur ættu ekki að byrja að nota rafsígarettur. Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er varasamt að veipa? Svar: Útbreiðsla rafsígaretta hefur aukist verulega hérlendis síðustu misseri og sérstaklega meðal unglinga. Einn af hverjum tuttugu fullorðnum hefur prófað rafsígarettur en það er enn meira sláandi að annar hver framhaldsskólanemi hefur prófað að veipa. Fyrir utan nikótín hafa mörg önnur skaðleg efni fundist í rafsígarettum, en þær gefa ekki eingöngu frá sér vatnsgufu eins og oft er haldið fram. Meginuppistaða vökvans í rafsígarettum er própýlen glýkól og/eða glýseról. Þegar fólk veipar hitnar rafsígarettuvökvinn og við það myndast formaldehýð sem er krabbameinsvaldandi efni, en það er þekktur áhættuþáttur hvítblæðis og krabbameins í nefkoki og eitlum. Sýnt hefur verið fram á að því hærri hita sem tækið er stillt á, því meira magn myndast af þessu skaðlega efni. Í veipvökva hafa fundist fleiri skaðleg efni, t.d. akrólein sem getur skaðað lungnavef. Nikótín er það efni sem flestir sækjast eftir með því að veipa en nikótín hækkar blóðþrýsting, eykur hjartslátt og hefur örvandi áhrif. Taugakerfi barna er sérstaklega viðkvæmt fyrir nikótíni því það hefur ekki náð fullum þroska. Börn eru þess vegna í aukinni hættu á að ánetjast rafsígarettum, jafnvel þótt þær eigi ekki, samkvæmt innihaldslýsingu, að innihalda nikótín. Því miður er ekkert eftirlit með hvaða veipefni eru í umferð á Íslandi. Þeir sem nota rafsígarettur geta því ekki verið vissir um hvaða efni þeir eru að anda að sér eða í hvaða magni. Sumir telja að rafsígarettureykur sé skaðlaus fyrir þá sem anda honum að sér óbeint en í reyknum hafa fundist eiturmálmar, t.d. tin, kadmíum, blý og kvikasilfur, og jafnvel í hærri skömmtum en í sígarettum. Það er því bæði varasamt að veipa og að vera innan um rafsígarettureyk.Niðurstaða: Skaðleg efni finnast í rafsígarettuvökva og þeir sem hafa aldrei reykt sígarettur ættu ekki að byrja að nota rafsígarettur.
Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira