Áfram konur Frosti Logason skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Fyrir rétt rúmum tveimur árum var borin upp tillaga úr ræðustól Alþingis þar sem stungið var upp á að hlutirnir yrðu hugsaðir örlítið upp á nýtt. Þá var fólk að velta fyrir sér hvernig halda mætti upp á 100 ár af kosningarétti kvenna. Tillagan var kvennaþing á Alþingi. Sjálfum fannst mér þetta afbragðs hugmynd. Framkvæmdin yrði einföld. Öllum körlum á framboðslistum flokkanna yrði ýtt til hliðar og eftir sætu 63 þingkonur sem tækju að sér að sitja heilt kjörtímabil allri þjóðinni til heilla. Einhverra hluta vegna var tekið fálega í þessar hugmyndir. En það virðist reyndar vera lenskan í íslensku þjóðfélagi að aldrei megi neitt vera út fyrir boxið. Nú stöndum við uppi tvennum kosningum síðar með færri konur á þingi en hafa verið síðustu tíu ár og allt horfir til versta vegar. Sumir tala jafnvel um korter í næsta hrun. En einhverjir spyrja sig hvort þetta væri virkilega lausnin, skiptir kyn raunverulega einhverju máli í þessu samhengi? Ég held að það sé rétt sem nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþættinum Silfrinu daginn eftir kosningar, auðvitað skiptir þetta máli. Hún sagði að konur og karlar hefðu ólíkar áherslur og þær stjórnuðu að jafnaði öðruvísi en þeir. Að vísu er þetta í ósamræmi við kenningar kynjafræðinga og femínista. Flestir vilja þeir halda því fram að munurinn á kynjunum sé enginn ef frá er tekin félagsmótun feðraveldisins. Ég vil að þessu sé gefið tækifæri. Þó ekki væri nema bara til að sjá hvað sé rétt í þessu. Hvort hafa kynjafræðingarnir eða stjórnmálamenn félagshyggjunnar rétt fyrir sér? Það gæti verið áhugavert.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun