Nýtt lag og myndband um píkur Guðný Hrönn skrifar 1. nóvember 2017 13:45 Anna Tara segir myndbandið vera krassandi. Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira