Ljóðið er minn helsti innblástur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 09:45 Kór Langholtskirkju mun syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. „Aldrei hvílist ég betur í sálinni en þegar ég er nálægt kórhljómi,“ segir Hreiðar Ingi. Fréttablaðið/Eyþór Þetta er mikill heiður,“ segir tónskáldið Hreiðar Ingi Þorsteinsson um tónleikana í Langholtskirkju klukkan 16 í dag þar sem kórtónlist hans fær að njóta sín í flutningi Kórs Langholtskirkju, Graduale Nobili, Lilju Daggar Gunnarsdóttur mezzósópran, Franks Aarnik slagverksleikara og Elísabetar Waage hörpuleikara. Hann segir viðburðinn eiginlega undirbúning að fertugsafmæli. „Ég verð fertugur snemma á næsta ári og það er eins gott að byrja tímanlega!“ segir hann glaðlega og bætir við að hugmyndin sé sú, ef allt gangi að óskum, að hljóðrita þessa tónlist. Hreiðar Ingi kveðst eiga rúmlega 50 verk í sinni möppu. „Í eðli mínu fíla ég ljóðræna tónlist og níutíu og fimm prósent af því sem ég skrifa er fyrir röddina,“ upplýsir hann og segir einfalda ástæðu fyrir því. Hans helsti innblástur sé ljóðið. „Ég hef gaman af að lesa ljóð og geri mikið af því. Stundum þegar ég les ljóð er það einfaldlega þannig að ég ræð ekki við mig og tónarnir koma til mín. Öll þessi verk sem verða flutt í kirkjunni í dag, bæði kirkjuleg og veraldleg, urðu þannig til að eitthvað varð að gerast.“ Innblásturinn kveðst Hreiðar Ingi fá jafnt úr rímuðum og órímuðum ljóðum. „En sum ljóð er ekki hægt að gera tónlist við. Þau eiga bara að fá að vera ljóð í friði. Það gengur heldur ekki að gera hvað sem er fyrir kóra. Auðvitað á það við allt sem maður skrifar. Maður þarf að hugsa um hljóðfærið eins og það er í eðli sínu.“ Nú stjórnar Þorvaldur Örn Davíðsson kórnum Graduale Nobili.Þegar Hreiðari Inga berast pantanir um tónverk kveðst hann oft eiga lista með um 20 ljóðum sem hann hafi lengi langað að tónsetja. „Nú voru á listanum Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar, Hvarf séra Odds frá Miklabæ og fallega ljóðið hans Williams Shakespeare, Shall I compare thee to a summer’s day. Líka ljóð frá Ingibjörgu Haralds og Friðriki Hansen og kirkjulegur texti, þýðing Marteins Lúthers á Davíðssálmi.“ Sjálfur hefur Hreiðar Ingi verið í kór frá því hann var sex ára. Núna syngur hann í Schola Cantorum og stjórnar tveimur kórum, Kór MH og Ægisif. Fjórtán ára var hann byrjaður að semja. „Tónlistin er eins og smyrsl fyrir mér, hún græðir og göfgar og aldrei hvílist ég betur í sálinni en þegar ég er nálægt kórhljómi.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Aldrei hvílist ég betur í sálinni en þegar ég er nálægt kórhljómi,“ segir Hreiðar Ingi. Fréttablaðið/Eyþór Þetta er mikill heiður,“ segir tónskáldið Hreiðar Ingi Þorsteinsson um tónleikana í Langholtskirkju klukkan 16 í dag þar sem kórtónlist hans fær að njóta sín í flutningi Kórs Langholtskirkju, Graduale Nobili, Lilju Daggar Gunnarsdóttur mezzósópran, Franks Aarnik slagverksleikara og Elísabetar Waage hörpuleikara. Hann segir viðburðinn eiginlega undirbúning að fertugsafmæli. „Ég verð fertugur snemma á næsta ári og það er eins gott að byrja tímanlega!“ segir hann glaðlega og bætir við að hugmyndin sé sú, ef allt gangi að óskum, að hljóðrita þessa tónlist. Hreiðar Ingi kveðst eiga rúmlega 50 verk í sinni möppu. „Í eðli mínu fíla ég ljóðræna tónlist og níutíu og fimm prósent af því sem ég skrifa er fyrir röddina,“ upplýsir hann og segir einfalda ástæðu fyrir því. Hans helsti innblástur sé ljóðið. „Ég hef gaman af að lesa ljóð og geri mikið af því. Stundum þegar ég les ljóð er það einfaldlega þannig að ég ræð ekki við mig og tónarnir koma til mín. Öll þessi verk sem verða flutt í kirkjunni í dag, bæði kirkjuleg og veraldleg, urðu þannig til að eitthvað varð að gerast.“ Innblásturinn kveðst Hreiðar Ingi fá jafnt úr rímuðum og órímuðum ljóðum. „En sum ljóð er ekki hægt að gera tónlist við. Þau eiga bara að fá að vera ljóð í friði. Það gengur heldur ekki að gera hvað sem er fyrir kóra. Auðvitað á það við allt sem maður skrifar. Maður þarf að hugsa um hljóðfærið eins og það er í eðli sínu.“ Nú stjórnar Þorvaldur Örn Davíðsson kórnum Graduale Nobili.Þegar Hreiðari Inga berast pantanir um tónverk kveðst hann oft eiga lista með um 20 ljóðum sem hann hafi lengi langað að tónsetja. „Nú voru á listanum Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar, Hvarf séra Odds frá Miklabæ og fallega ljóðið hans Williams Shakespeare, Shall I compare thee to a summer’s day. Líka ljóð frá Ingibjörgu Haralds og Friðriki Hansen og kirkjulegur texti, þýðing Marteins Lúthers á Davíðssálmi.“ Sjálfur hefur Hreiðar Ingi verið í kór frá því hann var sex ára. Núna syngur hann í Schola Cantorum og stjórnar tveimur kórum, Kór MH og Ægisif. Fjórtán ára var hann byrjaður að semja. „Tónlistin er eins og smyrsl fyrir mér, hún græðir og göfgar og aldrei hvílist ég betur í sálinni en þegar ég er nálægt kórhljómi.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira