Á leið til Frakklands með lopapeysur á jólamarkað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:15 Þuríður hefur prjónað frá því hún var krakki og er ein af stofnendum Handprjónasambandsins. Vísir/Eyþór Árnason Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“ Föndur Jól Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Handprjónasambandið tekur nú í fyrsta sinn þátt í jólamarkaði í Strassborg í Frakklandi. „Ísland er vinsælt í Frakklandi eftir fótboltann í fyrrasumar og er heiðursgestur á stórum jólamarkaði sem verður opnaður 24. nóvember. Við erum búin að senda tvö bretti af lopapeysum og öðrum vörum og ég vona að við þurfum ekki að koma með allt heim aftur!“ segir Þuríður Einarsdóttir, formaður sambandsins og starfsmaður. Fyrr í þessum mánuði fagnaði Handprjónasambandið fertugsafmæli sínu í nýrri verslun að Borgartúni 31. Þá var gluggað í fundargerðir og blaðaúrklippur frá fyrstu árunum. Meðal þess sem þar kom fram var að um þúsund manns mættu á stofnfundinn sem haldinn var í Glæsibæ og mörg hundruð manns, aðallega konur gerðust félagar. „Það var stórt skref að sameina prjónafólk landsins en þótt samtökin ættu miklu fylgi að fagna í byrjun átti, held ég, enginn von á því að þau lifðu svona lengi,“ segir Þuríður. Hún kveðst hafa prjónað frá því hún var krakki og vera ein af stofnendum sambandsins. Segir áherslur þess frá byrjun hafa verið að félagar þess ættu vísan sölustað fyrir prjónavörur og fengju betur greitt fyrir þær en áður hefði tíðkast.Lifir enginn á því að prjóna lopapeysur „Ég ætla ekki fullyrða að draumurinn um góð vinnulaun hafi ræst, það lifir enginn af því að prjóna lopapeysur en hér eiga félagar víst að tekið er við vörum þeirra, ef þær standast gæðakröfur. Áður var ég kannski að prjóna fyrir einhvern aðila sem hafði beðið um svo og svo margar peysur í tilteknum útgáfum. Ég er fljót að prjóna og þegar ég skilaði af mér þá gat ég átt von á að heyra: „Við þurfum ekki peysur núna, það er fullt hjá okkur,“ og ég mátti sitja uppi með þessar flíkur í einhverja mánuði þar til aftur var þörf fyrir þær. Það er mun betri tilfinning að vinna fyrir eigið félag.“ Þuríður telur Handprjónasambandið eiga framtíð fyrir sér, svo lengi sem ferðamannastraumurinn varir. „Handprjónavaran í okkar verslunum er unnin af félagsfólki hér á landi. En við erum að keppa við peysur sem eru framleiddar í Kína og skreyta sig með íslenskum merkjum. Þær eru seldar í búðum hér og stjórnvöld á hverjum tíma hafa heykst á því að gera kröfu um upprunavottorð. Því höfum við ekkert opinbert merki sem sannar það að okkar peysur séu prjónaðar hér. Þar gildir annað um kjötvöru. Í kæliborðunum eigum við kröfu á að vita hvaðan kjötbitinn kemur sem við kaupum. Það er annað með fataframleiðsluna, hún er að stærstum hluta komin til landa þar sem fólk býr við ömurleg kjör.“Margir leggja upp úr að kaupa íslenskt Í Handprjónasambandinu eru líka vélprjónaðar vörur frá prjónastofum hér á landi eins og Glófa í Ármúlanum og Kitku sem er á Hvammstanga. En heldur Þuríður að ferðamenn og aðrir viðskiptavinir kunni að meta uppruna varanna sem vert er? „Já, margir leggja upp úr því að kaupa íslenskt og láta það oft ráða úrslitum. Leiðsögumenn eru líka meðvitaðir um gæði vörunnar hér og þeir vísa á okkur.“ Oft berast líka pantanir erlendis frá, að sögn Þuríðar. „Við erum með söluaðila í Japan og tvo í Þýskalandi sem panta reglulega.“ Þuríður er stödd í Borgartúninu þegar viðtalið fer fram. „Við vorum með verslun á Laugavegi 53 en bæði hækkaði leigan þar árlega, umfram alla samninga, og svo vantaði okkur betri vinnuaðstöðu og lagerpláss. Þegar þetta húsnæði kom upp í hendurnar á okkur stukkum við á það. Verslunin á Skólavörðustígnum er samt vinsælli enn þá hjá ferðamönnum, þrátt fyrir þrengslin.“
Föndur Jól Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira