Dýrin hafa myndað meirihluta og funda í Alþingishúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2017 12:00 Skemmtilegt myndband frá Jane Telephonda. Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is. Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hvergi í stjórnarskrá eða kosningalögum segir að skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis sé að vera mannvera. Hljómsveitin Jane Telephonda tók sig því til, setti upp kjörklefa í fjárhúsum, fjósum, hesthúsum og hænsnakofum víðs vegar um land og efndi til kjörfundar málleysingja. Niðurstöðuna má sjá í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi frá setningu Alþingis. Að athöfn í Dómkirkjunni lokinni leiddu æðstuprestarnir hina nýkjörnu fulltrúa þjóðarinnar inn í Alþingishúsið, þar sem við tóku óhefðbundnar umræður í fundarherbergi viðbyggingarinnar. Fyrsta mál á dagskrá var einmanaleiki einhyrningsins, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í ástarmálum. Hófst þá ævintýraferð, þar sem hersingin þrammaði niður í Laugardal, í leit að hamingjunni fyrir einhyrnda vin sinn. Hljómsveitin Jane Telephonda er hugarfóstur Ívars Páls Jónssonar, en hann er þekktastur fyrir konseptplötuna Revolution in the Elbow, sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Með honum í sveitinni eru eiginkona hans, Ásdís Rósa, Albert Þorbergsson, Brynjar Páll Björnsson, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson. Samtals eiga meðlimir sveitarinnar 19 börn og er því gjarnan handagangur í öskjunni í tíðum fjölskyldugrillpartíum sveitarinnar.Bóseind kærleikansÍ dag kemur út fyrsta plata sveitarinnar, Boson of Love, hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Hún er fáanleg á öllum stafrænum veitum, svo sem Spotify og Apple Music. Myndbandið hér að neðan er við titillag þeirrar plötu. „Lagið fjallar um það hvernig við leitum sífellt að uppruna alheimsins og tilverunnar, t.d. með því að leita að Higgs bóseindinni, sem gefur vísbendingu um að til sé eitthvert orkusvið sem gefi öllum hlutum massa. Samt komumst við lítið nær grundvallarsannleikanum. Af hverju er þetta svið þá til? Hvernig varð það til? En, við getum fundið tilgang lífsins í kærleikanum. Við vitum að hann er til og gefur lífinu gildi. Bóseind kærleikans - Boson of Love,“ útskýrir Ívar.Útgáfutónleikar í Tjarnarbíói eftir vikuÚtgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Tjarnarbíói eftir viku, föstudaginn 24. nóvember og er hægt að kaupa miða á tix.is.
Tónlist Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning