Tesla Roadster verður 1,9 sek. í 100 og kemur árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 10:03 Nýr Tesla Roadster var kynntur í gær. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kynnti tilvonandi nýjan bíl í sístækkandi bílaflóru fyrirtækisins, Tesla Roadster, sem meiningin er að komi á markað árið 2020. Tesla hefur reyndar áður framleitt bíl með þessu nafni en hætti því fyrir nokkrum árum og snéri sér að smíði stærri Tesla Model S bíls síns sem selst hefur ágætlega um allan heim, meðal annars hér á landi. Tesla Roadster verður enginn venjulegur bíll og á hann t.d. að komast á 100 km hraða á litlum 1,9 sekúndum og verður með því sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann verður líka með mikið drægi og á að komast 1.000 km á fullri hleðslu. Bíllinn er með ógnartog, eða 7.376 pund/fet. Hann mun geta klárað kvartmíluna á 8,8 sekúndum og ná 160 km hraða á 4,2 sekúndum. Hámarkshraði bílsins verður yfir 400 km/klst. Í bílnum verða þrír rafmótorar, einn að framan og tveir að aftan og því er hér um að ræða fjórhjóladrifinn bíl. Rafhlöður bílsins verða 250 kWh, sem er 2,5-sinnum meira en í Tesla Model S 100d sem er með stærstu rafhlöður meðal Tesla bíla nú. Bíllinn verður fjögurra sæta og hægt verður að fjarlægja þak bílsins og gera hann að blæjubíl. Grunnverð bílsins verður 200.000 dollarar og þeir sem vilja tryggja sér eintak af bílnum þurfa að leggja fram 50.000 dollara fyrirframgreiðslu. Fyrst viðhafnarútgáfa bílsins, sem framleidd verður í 1.000 eintökum, verður einkar vel búin og mun kosta 250.000 dollara. Sjá má hina gríðarlegu upptöku bílsins í meðfylgjandi myndskeiði, en það var tekið upp þegar bíllinn var sýndur í gær. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla kynnti tilvonandi nýjan bíl í sístækkandi bílaflóru fyrirtækisins, Tesla Roadster, sem meiningin er að komi á markað árið 2020. Tesla hefur reyndar áður framleitt bíl með þessu nafni en hætti því fyrir nokkrum árum og snéri sér að smíði stærri Tesla Model S bíls síns sem selst hefur ágætlega um allan heim, meðal annars hér á landi. Tesla Roadster verður enginn venjulegur bíll og á hann t.d. að komast á 100 km hraða á litlum 1,9 sekúndum og verður með því sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann verður líka með mikið drægi og á að komast 1.000 km á fullri hleðslu. Bíllinn er með ógnartog, eða 7.376 pund/fet. Hann mun geta klárað kvartmíluna á 8,8 sekúndum og ná 160 km hraða á 4,2 sekúndum. Hámarkshraði bílsins verður yfir 400 km/klst. Í bílnum verða þrír rafmótorar, einn að framan og tveir að aftan og því er hér um að ræða fjórhjóladrifinn bíl. Rafhlöður bílsins verða 250 kWh, sem er 2,5-sinnum meira en í Tesla Model S 100d sem er með stærstu rafhlöður meðal Tesla bíla nú. Bíllinn verður fjögurra sæta og hægt verður að fjarlægja þak bílsins og gera hann að blæjubíl. Grunnverð bílsins verður 200.000 dollarar og þeir sem vilja tryggja sér eintak af bílnum þurfa að leggja fram 50.000 dollara fyrirframgreiðslu. Fyrst viðhafnarútgáfa bílsins, sem framleidd verður í 1.000 eintökum, verður einkar vel búin og mun kosta 250.000 dollara. Sjá má hina gríðarlegu upptöku bílsins í meðfylgjandi myndskeiði, en það var tekið upp þegar bíllinn var sýndur í gær.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent