Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 14:25 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00