Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 14:25 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Þetta kemur fram í pistli sem Drífa birti til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Drífa hefur verið í flokknum í 18 ár og var um tíma framkvæmdastjóri flokksins. Hún líkir mögulegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins við ofbeldissamband. Segir Drífa að hún sé bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum.Innviðirnir spilltir„Sá stjórnarsáttmáli sem kemur útúr viðræðunum verður án efa mjög góður og nánast ómögulegt að hafna honum enda munu Katrín, Svandís og Bergþóra vanda til verka og samstarfsflokkarnir hafa allt að vinna. Eftir stendur að við höfum gengist inná viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og sú afdrifaríka ákvörðun er tekin. Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“ Drífa segir að Sjálfstæðismenn muni fagna stjórnarsáttmála, fara inn í sín ráðuneyti og haga sér nákvæmlega eins og valdastofnunin hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingarandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef stjórnin endist svo lengi. Með ákvörðuninni um stjórnarviðræður setti flokkinn niður, trúverðugleikinn laskaðist verulega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt uppdráttar næstu árin og áratugina.“Döpur og reiðAð hennar mati er það mikið farsælla fyrir málstað flokksins að vera í stjórnarandstöðu heldur en ríkisstjórn þegar litið er til langs tíma „jafnvel þó það þýði verstu ríkisstjórn allra tíma til skamms tíma.“ Er það vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna sem Drífa velur að segja sig úr flokknum. „Ég er döpur og reið en eftir mikla umhugsun þá er mér ómögulegt að taka þátt í þessari vegferð með flokknum sem ég hef verið félagi í í átján ár. Ég óska öllum vinum mínum og fyrrum samstarfsfélögum alls hins besta og vona að ég eigi einhvern tíman afturkvæmt. Ég get ekki kyngt því að við berum ábyrgð á því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda eða séum til í að opna þann möguleika. Bara alls ekki.“ Endar hún pistil sinn á nokkrum ráðum til flokksfélaga. „Ekki einangra ákvarðanir í litlum hópum, veljið ráðgjafa víða að, forðist „bönker“ stemningu í hreyfingunni, ekki leggja allt á herðar Katrínar, það er ekki sanngjarnt gagnvart henni né öðrum. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða persónugera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sárin.“Ekki náðist í Drífu við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23 Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Sjá meira
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13. nóvember 2017 18:23
Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 13. nóvember 2017 15:56
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00