7 sæta Lexus RX á bílasýningunni í Los Angeles Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 11:30 Lexus RX á íslenskum vegum. Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Lexus hefur greint frá því að fyrirtækið muni sýna lengri gerð Lexus RX jeppa síns með pláss fyrir 7 farþega á komandi bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Er þar bæði um að ræða Lexus RX 350L og RX 450hL, en sá síðartaldi er Hybrid útgáfa bílsins. Upphaflega ætlaði Lexus að sýna þessa bíla á Tokyo Motor Show sýningunni sem er nýafstaðin, en í staðinn valdi Lexus að sýna bílana í Bandaríkjunum og kemur það kannski ekki á óvart í ljósi þess að Lexus merkið var helst stofnað til að selja Bandaríkjamönnum lúxusbíla og langmest sala Lexus bíla er einmitt þar. Sami vélbúnaður er í þessari lengri gerðum og þeim styttri, eða 295 hestafla 3,5 lítra bensínvél í RX 350 og 308 hestafla sama vél í RX 450. Bílasýningin í Los Angeles opnar þann 27. nóvember. Ef til vill rata þessar lengri gerðir Lexus RX 350/RX 450 til Íslands líka í fyllingu tímans.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent