Eigandi Volvo kaupir flugbílafyrirtæki Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2017 10:38 Terrafugia flugbíllinn. Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Kínverska bílafyrirtækið Geely, sem á Volvo, hefur keypt flugbílaframleiðandann Terrafugia. Terrafugia var stofnað árið 2006 af fimm verðlaunanemendum Massachsetts Institute of Technology háskólanum. Þar á bæ hafa þeir unnið að þróun fljúgandi bíla og til stendur að kynna flughæfan slíkan bíl árið 2019. Þessi bíll/flugvél getur tekið á loft lóðrétt og því lent nánast hvar sem er. Farartækið er knúið af bæði bensínvél og rafmagnsmótorum og því má segja að hann sé “tengitvinnflugbíll”. Hann á að geta komist 800 kíolómetra á fullum tanki og hleðslu. Ferðahraðinn er 320 km/klst og afl hreyflanna 300 hestöfl. Til stendur hjá Terrafugia að markaðssetja flugbílinn til almennings árið 2023. Terrafugia verður, þrátt fyrir kaup Geely á fyrirtækinu, áfram staðsett í Bandaríkjunum. Það skildi þó aldrei verða að aðeins eftir aðeins 6 ár muni sjást flugbílar fljúga um loftin blá, en víst má telja að fyrstu eintökin verða æði dýr. Sjá má virkni flugbílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent