Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:41 Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira