Ostabirgðir í landinu of miklar að mati MS Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 MS hefur áður þurft að laga til í birgðahaldi sínu. vísir/stefán Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Rúmlega 1.550 tonn af osti og 400 tonn af smjöri eru nú skráð í birgðahald MS. Ostabirgðirnar hafa aukist um 300 tonn á síðustu tólf mánuðum en á sama tíma hefur fyrirtækið afsett 500 tonn til útflutnings á mjög lágu verði. Formaður stjórnar Auðhumlu segir framleitt heldur of mikið miðað við sölutölur. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS, segir í síðasta fréttabréfi til bænda að birgðir af osti séu í hærri kantinum og stöðugt sé verið að flytja út prótein í formi undanrennudufts. Segir hann framleiðslu á próteini ríflega 17 milljónum lítra meiri en innanlandssala.Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS.vísir/auðunn„Það er heldur mikið framleitt miðað við sölu. Sennilega erum við að selja 145 milljónir lítra en framleiðslan verður í kringum 151 milljón lítra af mjólk,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Auðhumlu sem á Mjólkursamsöluna. „Það er heldur meira gap milli sölu og framleiðslu í próteininu og því þurfum við að afsetja það. Við erum að reyna að koma próteininu í verðmestu vöruna eins og skyr og selja það út þannig. En undanrennuduftið er á lágu verði og því fáum við lágt verð fyrir próteinið í því formi.“ Á sama tíma og ostabirgðir eru að aukast hafa fitubirgðirnar verið stöðugar á þessu ári. Hins vegar hefur MS selt um 500 tonn af smjöri og annað eins af osti til að lækka birgðastöðu sína. Verðið á smjörinu er um 350 krónur á hvert kíló en verðið á ostinum er aðeins 211 krónur hvert kíló. Egill segir ekki hægt að bera það verð saman við verðið í íslenskum verslunum. „Kannski er ólíku saman að jafna. Þegar ostur er kominn í neytendaumbúðir hefur verið lagður á hann virðisauki og álagning verslunar.“ „Munur á útflutningsverði osts og því verði sem sést í verslunum hér á landi þarf ekki að koma á óvart,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Í skjóli mjög hárra tolla á ost hér á landi geta innlendir framleiðendur haldið uppi verði sem er miklu hærra en heimsmarkaðsverð. Erlendir kaupendur myndu aldrei kaupa íslenskan ost á því verði sem Íslendingum stendur til boða. Ef ostbirgðir eru að safnast upp getur MS auðvitað nýtt tækifærið og lækkað verð á ostum til að auka eftirspurnina hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira