Stjörnustríðshetjur verða ódýrari til að sefa reiði tölvuleikjaspilara Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 16:44 Reiknað hefur verið út að það tæki heila vinnuviku að safna nógu mörgum einingum í Battlefront II til að hafa efni á einni hetju. Vísir/AFP Tölvuleikjafyrirtækið EA hefur lækkað verð á hetjum í nýjum Stjörnustríðsleik vegna gríðarlegrar reiði væntanlegra spilara leiksins. Færsla með útskýringum fyrirtækisins á Reddit er nú orðin sú óvinsælasta í sögu samfélagssíðunnar. Í Star Wars Battlefront II geta spilarar spilað sem hetjur eins og Logi geimgengill eða andhetjur eins og Svarthöfði. Til þess þurfa þeir hins vegar að opna fyrir aðgang að þeim. Það er aðeins hægt að gera með sérstökum gjaldmiðli í leiknum eða með því að greiða fyrir með beinhörðum peningum. Í ljós kom hins vegar að til að opna fyrir aðgang að aðeins einni hetju þyrftu spilarar að eyða um fjörutíu klukkustundum í að safna gjaldmiðli leiksins. Ástæðan var meðal annars sú að EA setti hámark á fjölda eininga sem spilarar gátu unnið sér inn á einum degi. Þessu tóku tölvuleikjaspilarar ekki þegjandi og hljóðalaust enda töldu þeir þegar nóg að kaupa leikinn fyrir jafnvirði rúmlega tíu þúsund króna. Þegar EA reyndi að réttlæta fyrirkomulagið í færslu á Reddit lýstu spilarar frati í hana með því að kjósa hana niður. Á Reddit geta notendur gefið færslum atkvæði upp eða niður sem hefur áhrif á hvar þær birtast á síðunni. Færsla EA er nú sú óvinsælasta í sögu Reddit, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur EA dregið í land og lækkað verðið á hetjunum um 75% og tekur breytingin gildi í dag. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið EA hefur lækkað verð á hetjum í nýjum Stjörnustríðsleik vegna gríðarlegrar reiði væntanlegra spilara leiksins. Færsla með útskýringum fyrirtækisins á Reddit er nú orðin sú óvinsælasta í sögu samfélagssíðunnar. Í Star Wars Battlefront II geta spilarar spilað sem hetjur eins og Logi geimgengill eða andhetjur eins og Svarthöfði. Til þess þurfa þeir hins vegar að opna fyrir aðgang að þeim. Það er aðeins hægt að gera með sérstökum gjaldmiðli í leiknum eða með því að greiða fyrir með beinhörðum peningum. Í ljós kom hins vegar að til að opna fyrir aðgang að aðeins einni hetju þyrftu spilarar að eyða um fjörutíu klukkustundum í að safna gjaldmiðli leiksins. Ástæðan var meðal annars sú að EA setti hámark á fjölda eininga sem spilarar gátu unnið sér inn á einum degi. Þessu tóku tölvuleikjaspilarar ekki þegjandi og hljóðalaust enda töldu þeir þegar nóg að kaupa leikinn fyrir jafnvirði rúmlega tíu þúsund króna. Þegar EA reyndi að réttlæta fyrirkomulagið í færslu á Reddit lýstu spilarar frati í hana með því að kjósa hana niður. Á Reddit geta notendur gefið færslum atkvæði upp eða niður sem hefur áhrif á hvar þær birtast á síðunni. Færsla EA er nú sú óvinsælasta í sögu Reddit, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur EA dregið í land og lækkað verðið á hetjunum um 75% og tekur breytingin gildi í dag.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira