„Yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu“ Guðný Hrönn skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Melkorka og Brynja feta í fótspor Kormáks og Skjaldar. VÍSIR/ANTON BRINK Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira
Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fleiri fréttir „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Sjá meira