Teikna upp ramma stjórnarsáttmálans Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á skrifstofur Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks vonast til þess að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála í lok þessarar viku. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hófust í morgun. Forystumenn flokkanna þriggja komu saman til fundar á skrifstofu framsóknarmanna við Austurvöll í morgun. Bjarni Benediktsson mætti fyrstur en hann gerir ráð fyrir því að hægt verði að klára nýjan stjórnarsáttmála á fjórum til fimm dögum. „Við ætlum að teikna upp ramma stjórnarsáttamálans þannig að við einbeitum okkur að útlínunum á honum og hvaða atriði það eru sem að þurfa að komast að en síðan verður framhaldið að fylla inn í boxið,” segir Bjarni. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn því að ganga til þessara viðræðna, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Í gær sendi svo ungliðahreyfing flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem þessum viðræðum er einnig mótmælt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi stuðningi meðal vinstri grænna við mögulegt stjórnarsamtarf. „Það er bara mál hvers flokks fyrir sig. Við förum í þessar viðræður af fullum heilindum eins og við vorum á föstudag og laugardag og það gekk vel og ég vona að það haldi bara áfram,” segir Sigurður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að ekki sé byrjað ræða skipan ráðherra og skiptingu ráðherrastóla. Hún segir flokkurinn sé í góðri stöðu til að ganga til þessara viðræðna og að málefnin skipti þar mestu máli t.d. uppbygging velferðarsamfélagsins, jafnréttis- og umhverfismál og staðan á vinnumarkaði. „Þannig að við horfum á þetta og nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða til að vera í," segir Katrín en viðtöl við formennina þrjá má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun. 14. nóvember 2017 09:52
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00